Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 35

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 35
Skólalif á miðöldunum. 305 var loks undirbúið, var ákveðinn dagur, er seiðurinn skyldi framinn. |>usti þá að múgur og margmenni úr öllum áttum að horfa á býsn þau og stórmerki, er þar voru í vændum. Jpegar múgurinn var saman kominn, kváðu galdramenn nauðsyn til bera að taka tólf menn úr hópnum og binda þá við stoðirnar með- an á seiðnum stæði, og mundi þá Djöfullinn koma og hafa einn þeirra á burt með sjer. Fjöldi manna bliknuðu við þessi tíðindi; en áður en mannþyrpinginn væri búinn að átta sig á að hafa sig til vegar, þá voru lesin upp nöfn tólf hinna helztu borgara í bænum, þar á meðal fógeta, og stóðu þeir allir í kreppu innst í manuhringnum. Leið eigi á löngu, áður en þeir voru allir komn- ir inn á milli súlnanna, sumpart undan olboga- skotum hinna og sumpart af því að þeir sáu að hjer var ekkert undanfæri. Galdramenn bundu þeir nú við stoðirnar og tóku síðan til að tauta eitthvað fyrir munni sjer og danza, og mannsöfn- uðurinn með, þangað til allir voru orðnir upp gefnir, galdramennirnir sjálfir líka. En ekkert varð tíðinda; Djöfullinn ljet ekki sjá sig og enginu hvarf af tólfmenningunum. Loks var öllum í aug- um uppi, að þetta var eintómt tál allt saman, og varð þá allt í uppnámi. Múgurinn æpti og ragnaði og henti saur; lenti töluvert á fógetanum, af tilviljun, sem nærri má geta, og sór hann þess dýran eið, að láta svikarana sæta þungri hefnd, þeg- ar hann losnaði. Tólfmenningarnir jusu fúkyrðum yfir galdramennina, og galdramennirnir ljetu okki standa upp á sig, og báru á hina, að þeir mundu hafa ónýtt fyrir þeim seiðinn fyrir fram af ásettu ráði Iðunn. I. 20

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.