Iðunn - 01.12.1884, Síða 36
306 Skólalíf á miðöldunum
og af illgirni og hrekkjum, með því móti að góra
krossmark fyrir sjer í laumi innan vébanda. Svik-
ararnir voru síðan höndlaðir og hrundið á bál; en óðar
en þeir voru brunnir til ösku og bálið sloknað, gerði
þann feikna-byl er enginn mundi slíkan, og kenndu
það allir hinum líflátnu fjölkyngismönnum.
það leynir sjer ekki, þar sem lýst er siðferði
manna og ýmsum háttum á miðöldunum, að klerkar
og kennimenn voru opt og tfðum miklu fremur fröm-
uðir lasta en fyrirmynd dyggðar og guðsótta. það
átti fyllilega heima um þá, að »hjartað er sviksam-
legt framar öllu öðru og ákatíega lastafullt#. Enda
var það og engin furða, eptir undirbúningnum á
námsárunum. Sjer í lagi var það títt um heimilis-
presta hjá stórmenninu, að þeir komu miklu fremur
fram eins og ótíndir þorparar og loddarar heldur en
flytjendur náðarboðskaparins, og áunnu sjer hylli
húsbænda sinna með því að skemmta þeim með
ýmsu móti, misjafnlega fögru, miklu fremur heldur
en með góðum ræðum. Dæmi þess er Delebaigne
ábóti. Hann varð nafnkunnur fyrir nýtt hljóðfæri,
er hann hugsaði upp til að skemmta Hlöðvi
ellefta Erakkakonungi. Hann ljet gera körfu með
mörgum hólfum og mjóum, ljet lifandi grís í hvert
hólf, en á milli hólfanna var járnsívalningur, alsett-
ur broddum, er snúa mátti með sveif. Hann ljet
breiða dúk yfir vjel þessa og bera síðan inn fyrir
konung, setti upp næsta hátíðlegan svip og tók til
að snúa sveifinni, svo að öll svínin hrinu í einu
eins og þau ætluðu að rifna. |>ótti konungi það hin
beztu skemmtun og sæmdi klerk stórgjöfum fyrir.
(B. J. íslenzkaði).