Iðunn - 01.12.1884, Page 40
310 Moses Mendelsohn og Friðrikrmikli.
»Eitthvað hefir það verið«, sagði konungr; »ann-
ars hefði yðr ekki hnykt svona við; ég vil vita, hvað
á seðlinum stendr«.
»|>að er satt að segja ekki ómaksins vert, yðar
hátign«.
»Yðr sýnist, ef til vill, svo; en ég vil vita, hvað
á seðlinum stendr«.
»0! það er einhver, sem hefir leyft sér ótilhlýði-
legán gáska við yðar hátign; ég vildi helzt ekki þurfa
að------«
»Við mig?—Verið þér ekki að draga okkr á
þessu. Hvað stendr á miðanum?«
#f>að stendr ekkert annað á honum, en : Mendel-
sohn ist ein Esel, Friedcrich der zweite'«.
(#Mendelsohn er [einn] asni, Friðrik [sá] annari).
Konungr skellihló; og þegar gestirnir sáu konung
hlæja, þá dirfðust þeir að hlæja líka.
[Jön Ólafsson heíir |>ýtt].
Kvæði.
Barnœskuminning.
Eptir J. L. ítuneherg.
Jeg man þá tíð, og man það alla stund, —
er maí llfsins skein á ásýnd minni,
og blómguð rós mjer óx í ungri lund,
sem enn ei stormar ræntu fegurð sinni.