Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1916, Page 7

Ægir - 01.12.1916, Page 7
ÆGIR 135 ferma þessar vörur þar, með þvi hann vildi eigi tefja ferðina með því að bíða eftir að fá bjart veður til að sigla þar inn. Þegar á Reykjarfjörð kom var þar kominn Guðmundur kaupfélagsstjóri Pét- ursson í Ófeigsíirði. Hafði hann átt von á salti með skipinu frá Rey^javik, en vegna rigninganna, sem gengu í Reykja- vík meðan Ceres lá þar, hafði ekki verið hægt að skipa því út. Guðmundur var nú kominn þarna með mótorbát og 3 uppskipunarbáta tíl að taka saltið, en greip nú í tómt. Voru það honum mikil vonbrigði, því þá var allgóður þorskafli á Ströndunum, en enginn hnefi af salti til, vestanmegin Húnaflóa. Svo sem kunnugt er, liggur énginn sinii enn til Reykjarfjarðar og hvergi nær en á Hólmavík. Er þangað 6—8 klst. landvegur. Þó hefði nú Guðmundur verið betur farinn hefði viðskiftamaður hans í Reykja- vik sent honum skeyti til Hólmavikur uni það, að saltið væri ekki með skipinu. I fyrsta lagi hefði hann sparað sjer ferð °g oliueyðslu til Reykjarfjarðar og i öðru iagi er all-líklegt, að hann hefði verið búinn að gera aðrar ráðstafanir til að ná i salt. Síðar var mér sagt, að Guðmundur kefði þegar daginn eftir riðið inn til Hólmavikur, og sent þaðan skeyti af nýju til Reykjavíkur, og var þá vélarbáturinn »Hera« sendur þangað norður með salt. Eigi verður það tölum talið, hve mikið nienn á þessu svæði hafa tapað við þetta saltleysi, því um þennan tíma var einna ýeitast i veðri af því, sem varð á sumr- jnu, og þvi erfitt að verka fiskinn, sem narðfisk. Hað mætti nú halda, að þetta stafaði af fyrirhyggjuleysi kaupmanna, að hafa eigi trygt sér salt i tíma. En mér var svo sagt, að saltskip til kaupfélags þess, sem Guðmundur veitti forstöðu, væri búið að vera afarlangan tíma í hafi og var þess því vænst á hverri stundu, en ekki er mjer kunnugt um, hvort það kom nokk- urn tíma eða aldrei. En þetta sýnir meðal annars, að það er þvi nær ómögulegt, að þetta land- svæði taki nokkrum verulegum framför- um, svo lengi sem það er talsímalaust. í sumar voru 2 eða 3 norsk síldveiða- fjclög á Ingólfsfirði, sem er skamt fyrir norðan Reykjarfjörð og nú er sagt, að búið sé að mæla Norðmönnum út allar lóðir á þeim firði, sem nýtilegar eru til síldveiðareksturs. Er liklegt að þetta verði til að flýta fyrir því, að þar komi tal- simasamband, því eigi geta Norðmenn unað því til lengdar að vera án síma- sambands, og ef það kæmi þar, þá mundi Rey kj ar fj örð ur og Nor ð ur fj ör ð ur nj óta góðs af þvi, því um þá staði yrði síminn að Hggja. Annars liggur þetta svæði, Reykjar- fjörður, Norðurfjörður og Ingólfsfjörður, ef til vill, betur við síldveiði, en nokkur annar staður hér á landi. Á Reykjarfirði athugaði eg nokkur bryggjustæði til sildarúlgerðar. Nú er svo komið við þann fjörð, að ýmsir spekúl- antar, einkum ísfirðingar, hafa náð eign- arheimild eða umráðum á þvi nær öll- um lóðum, sem nýtilegar eru til sild- veiðareksturs, og halda þeim í afarháu verði. Frá Reykjarfirði hjeldum vjer sam- dægurs til Blönduóss og komum þar seint að kvöldi. Var þar tekið mjög mikið af ull og varð viðstaðan þar svo löng, að vjer komumst eigi af stað þaðan fyr en undir kvöld daginn eftir. Var þá haldið til Skagastrandar. Á Skagaströnd fór eg af »Ceres« og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.