Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1916, Page 13

Ægir - 01.12.1916, Page 13
ÆGIR 141 við sig sakir hinnar gifurlegu verðhækk- unar. Það er ómögulegt að vita með vissu, hversu mörg þau skip kunna að verða, er fara til fiskjar í mars, apríl og maí og geti svo verið komin aftur í júlí—ágúst. En nú þegar er ástæða til að óttast, að tala þeirra verði lægri en 1915. A venjulegum tímum var þorskveiði Frakklands 25,30 og stundum jafnvel 50 niilj. kg. Þetta fullnægði bæði heimaland- inu og nýlendunum. Smáfiskurinn og af- gangurinn, er vel veiddist, var flutt út. Arið 1915 nam öll þorskveiði vor 15 mdj. kg. Þetta ár verður hún að öllum líkindum enn minni. Frá þeim tíma (1915) hefur hindrunartollur engan rjett á sjer. Það ber einmilt brýna nauðsyn til, að inn verði íluttur fiskur til þess að fylla upp í skarðið og fullnægja neyslu- þörfinni við hæfilegu verði. En þá þarf ekki annað en lækka um stundarsakir lollgjaldið ofan í 5 fr. á 100 kg af inn- Huttum fxski. Sá taxti helst enn á Ítalíu. En þetta ráð er því að eins nokkurs nýtt, að það verði samþykt og notfært þogar í stað. Af öllum þessum ástæðum eru það tilmæli mín, að þingið fallist á eftirfar- andi lagafrumvarp, og að það verði rætt tafarlaust. Frumvarp til iaga. (Ein grein). Frá þeim degi, er lög þessi verða birt og alt til þess, er kunngert verður, að ófriðnum sje lokið, skal inn- flutningsgjald á erlendum þorski til Frakklands fært niður í 5 franka á hverjum 100 ldlógröm mum. Fylgiskjal 2268 (Regluleg samkoma. Fundur 30. júní 1916). Skýrsla tollmálanefndarinnar, er falið var að íhuga lagafrumvarp hr. Paul Constant um lækk- un á tollgjaldi af fiski á meðan á ófriðnum stendur. Framsögumaður: hr. Maurice Sibille, pingmaður. Herrar mínir! Hr. P. C. hefur 11. april 1916 borið fram í þingdeildinni lagafrum- varp, er rætt verði þegar í stað. Er það sem hjer segir: »..............«. Tollmálanefndin, er falið var að íhuga þetta frumvarp, safnaði fyrst og fremst saman öllum munnlegum skýringum hr. P. C. En svo barst henni til eyrna, að ýmsir af fjelögum vorum ætluðu sjer að koma af stað umræðum um þetta í þinginu, og er hún hafði látið útbýta stuttri skýrslu, þar sem farið var fram á frest til ákveðins tima, kynti hún sjer skoðanir hlutaðeigenda og leitaði álits landstjórnarinnar. Yfirstjórn frakkneskra úfgerðarmanna hefur eindregið mótmælt allri lækkun á tollinum og haldið því fram, að útgerð- armenn þorskveiðaskipa hafi fyrir nokkr- um árum mist ýms hlunnindi og for- rjettindi, að þeir yrðu að skifta arðinum af fiskveiðunum með sjer og skipshöfn- inni, að útgerðarmenn og sjómenn ættu heimting á tollverndinni, ef blessast ætli utgerðin, er þeir höfðu ráðist í fyrir til- mæli landstjórnarinnar, og að loks væri verðhækkunin miklu fremur að kenna heimtufrekju smásalanna, heldur en fisk- skorti. Fjármálaráðherrann og undirritari verslunarflotaráðaneytisins ljetu í ljós þá skoðun, að eigi væri áslæða til að af- nema innflutningsgjald af erlendum ílski á meðan á ófriðnum stæði. Yerslunar- ráðherrann gat þess, að skipuð væri nefnd til þess að ransaka í heild sinni fiskforða landsins og samrýma þá hags- muni, er til greina gætu komið. Viljum

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.