Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Síða 16

Ægir - 01.12.1916, Síða 16
144 ÆGIR mið- og fram-rými; matvælin geymast þar vel í allgóðum klefum; vinnan er þar meiri og ef lil vill fremur þreytandi en á seglskipum, en aftur hættnminni og ekki jafnmiklum erfiðleikum bundin. »Botnvörpuútgerðin má teljast heppileg endurbót á kjörum fiskimannanna, þó að enn standi margt til bóta i fyrir- komulagi og umgengni á skipunum«, segir skipstjórinn á fregátunni Pugliesi- Conti. Kanadisku fiskimennirnir hafa borið sig upp undan samkepninni, er frakknesku botnvörpungarnir bökuðu þeim. Þeir fullyrðn, að botnvörpuveiðar fækki fiskinum um of af Kanada-miðun- um og hafa því krafist þess, að heftar væru gufuskipaveiðar við Nýfundnaland og með ströndum Kanada. Þing þeirra hefur líka samþykt Mazenlögin, er gengu i gildi 14. júní 1913 og banna erlendum íiskiskipum, er eigi hafa gert sjerstaka samninga við England eða Iíanada, að afla sjer vista í kanadiskum höfnum, eða jafnvel að taka þar á skip eða setja á land nokkurn sjómann eða farþega, ella skuli þau upptæk ger. Hinsvegar valda vörpurnar stundum fiskimönnum seglskipanna allmiklu tjóni á miðum úti, því að fyrir kemur, að þær gerspilli línum með þetta 8—900 önglum, er hafðar cru til veiðanna; hef- ur jafnvel hlolist manntjón af. Með um- burðarbrjefi, dags. 24. nóv. 1913, hefur undirritari verslunarflotaráðuneytisins brýnt það, bæði fyrir línuveiða skipstjór- um, að sýna glögglega hvár línurnar eru settar, annaðhvort með greinilegum dufl- um á daginu, eða helst kyndlum á nótt- unni, og einnig fyrir botnvörpungasldp- stjórum, að vera ekki að veiðum í nánd við önnur fiskiskip á miðunum og var- ast að rífa upp linur þeirra. Útgerðin til stórveiðanna. Þorskveiðarnar eru langsóktar og við það verða sjómennirnir slæltir og marg- reyndir. Enda hefur rikið í fullar 2 aldir stutt þær, því að fyrir því vakir jafnan að geta fengið þaðan góðan liðsauka i herflotann. Allar útgerðarhafnirnar eru á Norður- eða Vestur-Frakklandi: Dunker- que, Gravelines, Boulogne, Dieppe, Saint- Valéry-en-Caux, Fécamp, Granville, Can- cale, Saint-Malo, Saint-Servan, Saint-Bri- eue, Binic, Paimpol. Útgerðin til Nýfundnalands. Árlega halda (200—300 smálesta) segl- skip, útgerð í Fécamp, Granville, Saint- Servan, Saint-Malo eða Paimpol, til Ný- fundnalands i mars og apríl og koma svo aftur síðla hausts með 100 tonn eða 100,000 kg af þorski. Leiðin frá Frakklandi til Nýfundna- lands er hættuleg, því að á þessu 800 sæmilna svæði verður að fara gegnum hafís og þokur alllengi. Á Stórabanka er hafþokan oft svo myrk, að ekki sjest af einum enda skips á annan; auk þess er hann einmitt á leið vestanhafsskipa, svo að árekstur getur altaí orðið. Botnvörp- ungar fara einnig til fiskveiða til Nýfl. Um veiðitímann fer hver þeirra oftsinnis til Saint-Pierre-et-Miquelon til þess að koma fiskinum i frakknesk skip, sem eru ferðbúin til Frakklands. Veiði eins botnvörpungs í apríl—október nemur að meðaltali 800,000 kg eða 800 tonnum. Þorskurinn er veiddur við slrendurnar eða úti á rúmsævi (á »bönkum«). 1. Veiðar með ströndum fram eða kyr- stöðuveiðar með þurkunartækjum eð- ur útbúnaði á ströndinni. Svo nefn- ast veiðarnar við strendur Nýfundna- lands, er vjer höfum fengið rjett til

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.