Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1918, Qupperneq 8

Ægir - 01.02.1918, Qupperneq 8
24 ÆGIR sldp sín. Póstsldpið »Sölöven« skipstjóri Stillhoff, sem fórst við Svörtulóft, var seglskip. Pað lá á vetrum við Flensborg á leirunum þar og ekki hefl eg heyrt að það hafi notað skipakvína, sem nú af viðhaldsleysi og öðrum orsökum er horf- in, en eitt er vist og það er, að ekki hefir hún verið smíðuð til annars en að láta fara vel um skip, sem á land voru sett. Þá voru aðflútningar á timbri og járni örðugri en á seinni tímum, útvegur lé- legur, og þó var ráðist í að smíða skipa- kví — i litlu kauptúni. Nú er útvegur- inn dýr, kauptún stór, verzlun hefir marg- faldast og alt hefir til skamms tíma ver- ið í uppgangi, en það, sem gömlu menn- irnir bentu á að þyrfti að vera og ætti að halda við, það er nú lagt niður, en þó fáum við með margra ára millibili bendingar um, að öllu sé þó ekki óhætt eins og er og að einhverja fyrirhyggju þurfi á öllum sviðum. Væru þeir menn uppi nú, sem Hafnarfjarðarkvína létn smíða, og ættu þeir botnvörpuskip og annað, sem útgerðarmenn eiga nú, tel eg vist, að þeir bæði hefðu alhugað leir- urnar við Gufunes og Þerneyjarsund og fengið rannsókn á, hvort ókleyít væri að fá á öðrum hvorum slaðnum örugga geymslu fyrir hin stærri skip sín, — því hér er hætta á ferðum eins og ástandið er nú og ávalt má búast við. 4. febr. 1918. Svb. Egilson. Skýrsla ermðreka lnisanlaitðs. Framhald frá siðasta blaði. Nú hafið þið kynt ykkur tillögur hinna ýmsu deilda, og má af því sjá, að allar deildirnar hafa ýms mál sameiginleg, svo sem fiskverðið, endurbælur á leiðum og lendingum, leiðarljós, hafnamál, landvarna- og bjargráðaskip, og styrkt- arsjóð sjómanna. Skal eg reyna að skýra þessi mál nokkuð riánar. Eins og öllum er ljóst, er það fyrsta skilyrði fiskimanna, að fá sem bezt verð fyrir afla siun, og urn leið leitast við að verka aflan svo vel að hann þoli sam- kepni í því falli. Síðan tekið var það ráð að aðgreina allan fisk er héðan er send- ur, hefir fiskimönnum okkar farið mikið fram hvað fiskverkun snertir, og það svo lofsamlega, að fiskur okkar hefir verið tekin fram yfir annan fisk á flestum framandi mörkuðum, einkum í Miðjarð- arhafslöndunum, og á Þorsteinn Guð- mundsson yfirmatsmaður miklar þakkir skilið fyrir dugnað sinn í þessu riiáli. En á hinn bóginn hefir verð á fiski hér heima ekki vaxið að þvílíku skapi sem vænta mætti. Liggja margar orsakir til þess, sem of langt mál yrði hér að ræða, en alt fram að síðustu aldamótum munu þær aðallegast hafa stafað af ókunnug- leik kaupsýslumanna og erviðum sam- göngum og mun nokkuð liafa eimt eftir af þessu enn, alt fram að striðsárunum, og mun eg við tækifæri síðar minnast á þessa hlið málsins. En nú kom þessi heimsstyrjöld, sem truflaði öll frjáls við- skifti og lagði ýms helztu viðskifti hvers lands í hendur stjórnarvaldanna, að öllu eða mestu leyti, og þannig varð einnig hér, að stjórn vor tók það ráð, að senija við ensku stjórnina um afurðir okkar, en þar sem ekkert hafði heyrst frá henni í þessu máli, var ekki nema eðlilegt, að áskoranir kæmu í þessa ált, eins og til- lögur deildanna bera með sér. Nú er það vitanlegt, að stjórnin siðan hefir tek- ið þetta mál til ihugunar, þótt árangur henriar sé ekki heyrum kunnur. Engan mun undra, sem kynriir sér staðháttu fiskimanna sunnanlands, þóll

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.