Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1918, Page 9

Ægir - 01.02.1918, Page 9
ÆGIR 25 raddir heyrist um endurbætur á leiðum og lendingum og jafnvel um nauðsyn hafna. Að skaganum leggja hinar feiki- þungu Atlanshafsöldur langt sunnan úr höfum og kemur með ómælanlegu afli UPP að ströndinni, rótandi öllu fjöru- borði sem ekki er bjargfast, gerir hún öllu fjöruborði sömu skil frá Vestur- horni með allri suðurströndinni vestur að Garðskaga og að meðtöldum Akra- nesskaga. Mörg af þessum fiskiverum eru fremur fámenn mestan hluta ársins, þótt a vertiðinni talsverður útvegur sé rekinn þaðan, anna því oft ekki þessir fáu heim- ilisföstu menn að halda við lendingum sinum, sem allvíða eru ekki annað en geilar í kletta, sem smásteinum hefir verið rutt úr, til að koma upp og ofan skipum sinum, þegar gott er sjólag. Fyr a timum þótti sjálfsagt að vör væri und- an hverjum bæ, en aukinn útvegur stærri skipa og meiri vöruflutningar hafa breytt þessu þannig, að nú þykir og er nauð- synlegt að eiga að minsta kosti eina góða |endingu í hverju fiskiveri, sem hægt sé 1 öllu bærilegu veðri að afgreiða skip yið, til að á öllum tíma árs að geta veitt *nóttöku skipum þeim, er vörur flytja og lent með afla sinn. hún hin fyrsta lending á Suðurnesjum, sem lagfærð var í þessu augnamiði var sVarós« um 1885; lagði landssjóður þar úokkurt fé fram til þessa, en af svo skornum skamti, að hætta varð við hálf- gert verk, og svo ilt eftirlit með viðhaldi verksins, að nú sjást naumast nein vegs- Unimerki eftir, þó má geta þess að sund- vörðurnar standa enn, með ómyndar ijóstýrum sem kveikja á, ef búist er við að róðrarbátar séu á sjó. Þá kemur næst, eftir því sem mér er kunnugt. bátabryggja í Steinsvör á Akra- nesi, var það mjög góð lendingabót með- an stundaður var sjór að eins á opnum bátum, en eftir að vélabátaútvegur kom þar, er þessi bryggja algerlega ólullnœgj- andi og hættuleg vélbátum: er því lifs- nauðsyn fyrir þetta kauptún, að koma sér upp bryggju í Lambhússundi hið allra fyrsta og væri óskandi. að hrepps- nefnd kauptúnsins væri skipuð svo hygn- um mönnum, að þeir tækju þetta mál að sér og fylgdu þvi fram með dugnaði, kauptúninu til tekna, sóma og þæginda. Þrátt fyrir það, þótt Varós á sínum tíma hafi verið álitinn bezta lending i Garði, er nú á seinni árum búið að end- urbæta Gerðavör svo mikið, að deildin áleit heppilegra að gera lendingarbót þar, heldur en í Varós, og verð eg að telja það alveg rétt athugað. Hve mikil nauð- syn sé á þessu fyrirtæki sýnir bezt vöru- magn það, sem flyzt að og frá Gerðum, þrátt fyrir hina mjög óþægilegu lendingu, sem þeir eiga við að búa nú. Vona eg að hreppsnefnd þessa hrepps lánist að koma þessu verki í framkvæmd hið fyrsta, og efast eg ekki um greiðan gang máls- ins hvar sem leitað er stuðnings, þar sem Garðurinn er og hefir verið aflasæl- asta fiskiver Suðurkjálkans. Um bryggjugerð Keflavíkur vil eg geta þess, að þetta mál hefir lengi verið á dagskrá í hreppnum og áður gerðar á- ætlanir að bryggju á þessurn stað, en sökum þess hversu útvegurinn hefir breyzt síðan, frá árabátum í vélbáta, var nauðsynlegt bæði að velja annað bryggju- stæði og sömuleiðis að hafa bryggjuua i öðru sniði fyrir þennan útveg. Hafa út- vegsbændur átt mjög ervitt með að koma afla sínum á land síðustu ár, sökum ó- nauðsynlegrar meinbægni viðkomandi lóðareiganda, eftir því sem skýrt hefir verið frá, og því aðalnauðsyn fyrir sjó- menn yfirleitt, að hreppurinn eignist hryggju ti) almennra afnota.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.