Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1918, Page 10

Ægir - 01.02.1918, Page 10
26 ÆGIR Leiðarljósin íl Kirkjuyogssundi. Allir sjá hversu afarnauðsj'nlegt það er, að bátar geti haft eitthvað að rétta sig eftir við lendingu, einkum þegar dimt er orðið. Brá mér sannarlega, er fleiri for- menn þessa bygðarlags sögðu mér, að þeir yrðu að sjá um að vera komnir að fyrir dimmu, hve nær sem þeir væru á sjó og eitthvað væri að veðri eða brim. Fyrir utan að þessi ljós greiða sjósókn hreppsbúa, eru þau jafnfraint nauðsyn- leg öllum fiskiflota sunnanlands, þar sem það er vitanlegt, að oft leita menn skjóls á Hafnarleir, einkum í norðanátt og hefur það oft sparað mönnum mikla hrakn- inga, og virðist þvi sjálfsagt, að hið op- inbera styrki hreppinn við rekstur þess- ara leiðarmerkja, með því að veita olíu til þeirra, sem ekki myndi verða meira en 2 föt á ári. Hafnamálin. Það er auðskilið að áhugi muni vera mikill fyrir þessu máli hjá sjómönnum yfirleitt, þar sem aðdrættir flestir, hvort heldur er aíli eða aðrar vörur, koma og fara sjóleiðina. Enda var þetta mál á dagskrá í öllum deildunum, en því mið- ur svo litið undirbúið, að eg sá engin tök að ræða það, heldur benti deildun- um á hinar væntanlegu hafnarannsóknir landsstjórnarinnar. I síðustu fjárlögum er landsstjórninni veitt heimild til að útvega mann til að rannsaka hafnarstæði á landinu. Þetta hefir vakið áhuga manna á þessu máli. Eftir því sem jeg komsl næst, er hugsun almennings mjög á reiki um málið. Að hvert kauptún eða hreppur óski helzt að hún yrði hjá sér er svo auðskilið, þar sem alstaðar er vöntun hafna á þessu svæði, en þessi hin svokallaða hreppa- pólitík má alls ekki verða hér ráðandi, heldur verður höfnin að koma þar sem tiltækilegast væri að geta bygt fiskiflota- höfn fyrir aðalvélbátaúlveg sunnanlands, þar sem kostnaðurinn yrði ekki ókleiíur í næstu framtíð, með það þó fyrir aug- um, að hún lægi ekki alt of langt frá helztu fiskimiðunum. Hve nauðsynlegt það er að slik höfn yrði bygð er deginum ljósara, þar sem menn nú engan tryggan stað eiga, til að geyma báta sína yfir veturinn, og enga trygga höfn til að hleypa inn á, þegar hafrót gerir eftir að róðrar byrja. En þar sem málið er að eins á fyrsta undirbúningsstigi, vil eg geyma mér að ræða nákvæmar um mál- ið, en skal þó geta þess, að eg á þess- ari ferð minni, veitti nákvæma eftirtekt þeim stöðum, sem hugsanlegt væri að nota fyrir hafnarstæði og er fús að geta þær skýringar hve nær sem óskað væri. Landvarnar- og bjargráðaskip. Ekkert mál sem var á dagskrá i deild- unum, átti jafnmildum vinsældum að mæta og þetta, og er það vel skiljanlegt, þegar maður kynnir sér alla málavöxtu. Nokkur undanfarandi ár hafa fiskmenn, sem heima eiga á svæðinu frá Skaga inn á Vatnsleysnströnd, haldið úti vélbát yfir vor- og sumarmánuðina, til að verja eftir getu landhelgissvæðið fyrir ólögleg- um veiðum bolnvörpunga. Aðalfiskisvæði þessara manna er innan landhelgislín- unnar og því fremur víðáttulítið. Hafi nú nokkrir botnvörpungar veitt á þessu svæði i 2 til 3 daga, var allur fiskur ým- ist veiddur eða horfinn af fiskimiðunum svo að aíli fékst engin þótt róið væri. Tóku menn þvi það ráð sem um er getið, að halda úti varnarbát. Urðu menn að leggja þungar kvaðir á sig kostnaðarins vegna, þar sem styrk- ur frá þvi opinbera var af mjög skorn- um skamti. Þrátt fyrir þótt bátur þessi væri í alla staði ófullnægjandi, telja menn >

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.