Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 21
ÆGIR 37 stöng. Bendir það á, að áverkinn af öngl- inum hafl annaðhvort ekki mikil á'hrií á fiskinn, eða áhrifin gleymist fljólt, og að það séu fleiri fiskar en gamlir þorskar, sem gleyma sér. Þeir sem hafa stuncfað sildarveiðar vita, að sildin er rnjög stygg, og þarf lítið til að stinga sér, ef hún veður uppi. Eg þótt- ist taka eftir því sumarið 1905, þá er eg var viðstaddur snyrpinótarveiðar á »Thor«, að sídartorfurnar vildu siga niður, ef skip- ið hreyfði skrúfuna nálægt þeim. Aftur á móti hefi eg séð hrafnreyðar (hrefnur) busla rétt við hliðina á afarstórri sildar- iorfu á Eyjafirði, án þess að það hefði nokkur sýnileg áhrif á síldina. Bátfiskimenn fullyrða, að fiskur (o: þorskur og ýsa) verði mjög flóttalegur í nánd við svæði, sem botnvörpur eru firegnar á, aflinn verði misjafn og lítill, °g er það næsta eðlilegt, þvi að vörp- unni hlýtur ávalt að fylgja töluvert rót i hotninum og sjónum sem styggir fisk- inn. Annað mál er það, hvort það muni hafa nokkur varanleg áhrif. Aí því sem er sagt hér að framan, virðist helzt ástæða til að ætla, (ef annars eðli ungra og gam- alla fiska og fiska yfirleitt er svipað), að stygð hafi ekki langvarandi áhrif á fiska, og að áhrif veiða á fiskatorfur verði síst þau, að flæma fiskinn langt burtu. Það sést og fullgreinilega á því, að botn- vörpungar draga oft vörpur sínar dag eftir dag i sama farið svo að segja, og afla vel (sbr. það sem áður er sagt um það atriði). Eins virðist lítil ástæða til að óttast það, að mótorskellir geti fælt fisk af miðum; en þá hugmynd fengu fiskimenn í Finnmörku í Noregi fyrir nokkurum ár- um og gerðu allmiklar tilraunir til að fá mótorbáta bannaða til veiða. Voru gerð- ar fyrirspurnir til fiskimanna i öðrum löndum um þetta, en svörin voru víst ekki í samræmi við þessar hugmyndir, og bannið komst ekki á. Ilverju mundu vorir eigin mótorbála-fiskimenn hafa svarað, hefðu þeir verið spurðir, ætli þeim mundi hafa þótt ástæða til þess konar bannlaga, t. d. ísfirðingum, Vest- mannaeyjamönnum o. s. frv.? Varla. í Bandarikjum Norður-Ameriku voru jafn vel gerðar tilraunir til þess að prófa þetla, með þeim árangri, að ekki virtist sem ýmiskonar háreysti, skarkali og önn- ur truflun í sjónum hefði nein veruleg áhrif á fiskinn. Menn eru annars ekki vel vissir um það, hvernig heyrn fiska er háttað, og hvort áhrif af umræddu tægi berist til meðvitundar fiskanna gegnurn heyrnar- tólin eða almenn ytri áhrif (titring i sjónum) á yfirborði líkamans. Halda jafnvel, að sumir fiskar séu heyrnar- lausir. Heyrnartólin eru alveg fyrir inn- an höluðkúpuna og hvarnirnar eru ljrrst og fremst í þjónustu jafnvægis-skynjan- arinnar, gera fisldnum það kleyft að halda sér »á réttum kili«. Heima. t Kaupiuaðar Guðiuunður ðlsen andaðíst hér i bænum 21. f. m.; hann varð bráðkvaddur á skrifstoíu sinni í Aðalstræti 6. Hann var Reykvikingur að ætt og uppruna og starfaði hér mestan part æfi sinnar. Kvæntur var hann Fran- cisku f. Bernhöft og áttu þau 2 uppkomn- ar dætur. Mörgum trúnaðarstörfum gegndi Ólsen um dagana og siðustu árin var hann foringi brunaliðs Reykjavíkur. — Hann var sæmdarmaður í hvivetna og bezti drengur. — Jarðarförin fór fram hinn 30. f. m. og var líkfylgdin ein hin stærsta, sem sést liefir hér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.