Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 6
42 ÆGIR að nokkuð af aflanum verði hert í Sel- vogi og Herdisarvik, en þó svo verði, verður til muna saltvöntun einkum ef góður afli verður. Til þess nú að bæta úr þessum ann- mörkum, sáu menn ekki annað vænna ráð, en að mynda samvinnu milli allra formanna og útgerðarmanna í hverri veiðistöð, og svo með tímanum milli veiðistöðvanna innbyrðis, um alt sem viðkom útvegnum, bæði með innkaup á vörum og úlvegun þeirra og sölu á af- urðurn á útlendan markað. Sem svo hefði einn fulltrúa búsettan á Eyrarbakka sem hefði aðalframkvæmdir þessa félags á hendi, og menn gæti snúið sér til um kaup og sölu. Var að síðustu mynduð fyrsta deild slíks félagsskapar á Eyrar- bakka, rétt áður en eg fór. Mátti heita að félagshugmynd þessi mætti jafn hlý- um viðtökum hjá kaupsýslumönnum sem atvinnurekendum, og skildist mönnum fljótt hvað slíkur félagsskapur lélti við- skiptin á báðar hliðar, og um leið mið- aði að þvi að tryggja viðskifli og vöru- vöndun. Áður en hugmynd þessi var komin í framkvæmd hafði verzlunarsljóri kaupfél. »Hekla« Guðm. Guðmundsson, lceypt einn af stærri vélabátum úr Reykjavík, einmitt í því augnamiði að nota hann til llutninga fyrir nauðsynjar sinar og ann- ara eftir atvikum, en þar sem þessi bátur lestar að eins milli 30—40 smálestir, er hætt við að hann ekki anni þeirri fluln- ingsþörf sem hér krefst. Þar sem nú landsstjórnin eða réttara landsverzlunin hefir leigt 2 vélabáta einmitt hentuga til slíkra flutninga, eru það vinsamlegust til- mæli mín, að hún sýni þessum veiði- stöðvum öll þau liðlegheit sem henni er unt, eftir að hún hefir kynt sér allar á- stæður, og ef til kæmi að vöntun yrði á flutningsfærum, að hún hlutaðist svo til um, að leigja þeim annan þessara báta ef þörf gerðist. Hefir það mikið að segja að þessi útvegur gæti tafarlitið notað ver- tíðarveiðitíman. Eftir að hafa undirbúið þetta mál á Eyrarbakka, fór eg austur til Stokkseyr- ar og hélt fund í deildinni þar. Voru þar ýms mál tekin til umræðu svo sem: Bátalegan, leiðarmerkin, fisksalan, fisk- verkunin og 11. Að umræðum loknum var skipuð þriggja manna nefnd, til að koma á meðal formanna og útgerðar- manna samvinnu á sölu aílans, og inn- kaupum á þvi er til útgerðar heyrir. Ennfremur var mér falið að útvega tvö ljósker á Stokkseyrarsund. I báðum þessum deildum var rætt um ellistyrktarsjóð sjómanna. Upplýstist það við umræðurnar að til er sjóður, sem heitir sjómannasjóður Árnessýslu, stofn- aður árið 1893; er hann að vísu eftir reglugerðinni að dæma, aðallegast stofn- aður til styrkar eftirlifandi vandamönn- um druknarða manna, en þar sem nú slysatryggingarsjóður sjómanna miðar að sama augnamiði, væri spursmál hvort ekki væri heppilegast að verja einhverj- um hluta sjóðs þessa til stofnunar elli- styrktarsjóðs í Árnessýslu. Á yngri árum hafði hr. Guðm. ísleifs- son á Háeyri um 1887, gengist fyrir þvi, að menn legðu 2—3 fiska af hlut til að mynda slikan sjóð, og nú við síðustu áramót var sjóður þessi orðin að upp- hæð krónur 3285,91, þrátt fyrir þótt veittur hafi verið styrkur árlega. Porsteinn Júl. Sveinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.