Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 27
ÆGIR 03 Heima. YélMtur ferst raeð 4 mönnum. 23. febrúar fórst vélbáturinn »Njörður« i róðri. Bátinn áltu þeir Þórarinn B. Egilson og ÓI. Daviðsson í Hafnarfirði og Helgi Ásbjarnarson i Innri-Njarðvík og þaðan reri báturinn. Þeir sem drukn- uðu voru: formaðurinn Aðalsteinn Magn- ússon, Guðmundur Magnússon frá Stekkj- arkoti, Hjörtur Jónsson og Sigurbjörn Magnússon. Voru þeir allir úr Njarðvík- um að sögn nema Hjörtur. Fiskiskipin. Á vertíðinni ganga þessi skip héðan til fiskiveiða. H. P. Duus: Kúttir Valtýr skipstjóri Pétur M. Sig- urðsson. Kútter Ása skipstjóri Friðrik Ólafsson. — Keflavik skipstjóri Símon Sveins- son. Kútter Seagull skipstjóri Guðbjartur Ólafsson. Kútter Sæborg skipstjóri Guðjón Guð- mundsson. Kútter Sigurfari skipstjóri Jóhannes Guðmundsson. Þrjú hin fyrstu þessara skipa eru mót- orskip, mólorar settir i þau ytra i fyrra. P. J. Thorsleinsson: Kútter Esther. Tli. Thorsleinsson: Ivútter Sigríður. Helgi Zoega: Kútter HeJgi áður »Fawn«, frá Fær- evjum. Mótorbátar. Sigurður 1. eigandi h/f. Neptún. Reginn eigandi Breiðfjörð & Co. Týr eigandi Sig. Jónsson og fi. Svala eigandi G. Grönvold og fl. Harpa eigandi Helgi Helgason. Hurry eigandi P. Þ. I. Gunnarsson. Bliki eigandi Ól. Eyjólfsson. Svanur II. eigandi Loflur Loftsson. Skjaldbreið eigandi h/f. Herðubreið. Helga eigandi H. Haíliðason. Hermóður eigandi h/f. Draupnir. Minerva eigandi Þorst. Júl. Sveinsson og fl. Um Sigurð I. skal þess getið, að um 20. marz byrjaði bann botnvörpuveiðar, oghefirþaðtilþessa(27/3)gengið fremur vel. Er það liinn fyrsli mótorbátúr, sem liér hefir veitt með botnvörpu. Hermóður er hæltur veiðum og er nú i vöruflutningum. Gissur Hvíti og Geir Goði hafa ekki stundað veiðar, en eru nú Ieigðir lands- verzluninni til vöruflutninga. Rotnvörpuskip. Njörður hefir fiskað í is og er nú um þær mundir að koma lil Englands (“’/a). Jón Forseti átli einnig að stunda veiðar en er ófarinn enn þá. Fyrir nokkrum dögum lagði Rán út til fiskiveiða, en ó- ráðið mun enn, hvort skipið fari með aflan til Englands eða ekki. Það sem af er vertið hafa ógæftir ver- ið svo, að elstu menn muna eigi svo stormasama tíð, og þar af leiðandi hefir afli orðið mjög lílill hjá flestum vélabál- um, og lil skams tima höfðu menn ekki komist á sjó til fiskjar á veiðistöðunum Austanfjalls. Það hefir sýnt sig, að þegar róið hefir verið hefir mikill fiskur verið fyrir, og í marzmánuði mun mikil ganga hafa farið framhjá öllu Suðurlandinu og elt sili, og er nú fiskur hina síðustu daga (um þ. 20/a) kominn alla leið inn á Seltjerninga og Akurnesinga svið og hafa allar fleytur híaðið þar hina síðustu daga

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.