Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 14
50 ÆGIR svipað og heima hjá oss. Allar eru þess- ar fiskitegundir vel seljanlegar hér verk- aðar á sama hátt og tiðkast heima hjá oss, en eigi mundi borga sig að selja þær hér eins og nú stendur, meðan farmgjald er eins hátt og nú á sér stað. Verðið fyrir þorsk (Klipíisk) var i Glou- ccster rétt íyrir jólin (17—18 dollara pr. cwt. f. o. b. og ef tekið er tillit til þess að dollarinn er nú ekki nema 3,18 kr. virði, þá er þetta ekki neitt gæða verð og það því siður, sem vér gætum ekki vænst að fá þetla verð heldur, þvi nokk- uð hlyti að ganga i koslnað hér, þar sem vér höfum engin bein sambönd við Cuba, sem kaupir þenna fisk hér. Að visu er þessi fiskur, sem héðan selst illa verkaður, borinn saman við vorn fisk, en nú eru Cubamenn einu sinni orðnir vanir þessum fiski og þekkja eigi annað betra, er því mjög óvíst að þeir vildi borga betri fisk að nokkrum mun hærra verði, og að minsta kosti mundi þurfa langan tima til að koma vorum fiski í meira álit þar. Er þá eigi um annað að gera fyrir oss, en annað tveggja að hugsa ekkert um fisksölu hér vestanhafs, eða þá að taka upp þá meðferð á fiskinum, sem hér er liöfð og til þess mundi eg eindregið ráða, en auðvitað er eitt aðal- skilyrðið fyrir þvi, að vé'r getum gert oss peninga úr öllu affallinu, því að fengjum vér likt verð fyrir það og hér er gefið, þá er það eitt ærinn hagur. Að vísu gæt- um vér selt fisk vorn hér blautan (salt- aðan í stafla) og fengið allgott verð fyrir hann, en frá því vildi eg fremur ráða. Eg vil nú færa rök fyrir þvi, að eg legg fremur til að selja íiskinn fullverkaðan (íleginn, reittan og pakkaðan) heldur en i söltuðu ástandi. I fyrsta lagi mundi mikil atvinna miss- ast heima, et allur fiskur yrði seldur ó- verkaður, en vinna við þurkunina, eins og hún hefir verið hingað til og vinna við þessa aðferð mun vera sem allra næst jafnmikil. Vinnan gæti farið fram að vetrinum og inni í húsum. í öðru lagi yrði farmgjald miklum mun minna af fiskinum i kössum lieldur en með öllu draslinu, og i þriðja lagi mundi fást jafnara og hærra verð fyrir fiskinu. Þess ber að gæta, að fiskur sá, sem seldur er hér vestur um álfuna þannig útbúinn er engu belur verkaður en harði fiskurinn, sem sendur er til Cuba. Ef vér nú vönd- uðum fisk vorn engu miður en vér höf- um gert hingað til, þá geri eg ráð fyrir, að hann mundi fljótlega komast i meira álit hér á markaðinum en innlendi fisk- uriun. Þá heyrði eg menn heima láta það i ljósi, að umbúðirnar mundu verða svo dýrar að eigi mundi svara kostn- aði, þólt mun hærra verð fengist. Ef roð og bein ætti að fara til einkis, þá er ekki ólíklegt að umbúðirnar yrði óhæfi- lega dýrar. En gætum vér gert oss úr afíallinu annan eins mat og menn gera hér, þá eigi einungis borgar það allar umbúðir heldur gefur mikið fé um fram. Þá má og heldur eigi ganga fram hjá því hugsunarlaust að slikar verksmiðjur veita Qölda fólks atvinnu. llátahald og kostnaður við að pækil- salta fiskinn mundi að miklu eða öllu leyti vinnast upp með því hve íiskurinn verður þyngri i vigt. Þá mundi og þurfa tiltölulega minni reiti til að þurka fisk- inn á, þar sem hann er að eins þurkað- ur einn dag og miklu minna gengi af fiskinum i Nr. 2—3, af þvi að það sem oftast fellir fiskinn við aðgreiningu heima liggur i þeim líkamshlutum fisksins, sem fara i affallið, dálkinum o. fl. Og að sið- ustu er það mun meiri menningarbrag- ur að senda hverja vöru sem er full- komlega hæfa fyrir heimsmarkaðinn, held- ur en að láta aðrar þjóðir hafa atvinnu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.