Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 19
Æ G I R 55 an botninn og þar klekjast þau. Þannig er því háttað um sild, loðnu, sandsili, hrognkelsi og steinbít. Flestir þeirra gjóta þeim þó við yíirborðið og svífa þau þar, uppi í yfirborði eða nokkuð undir þvi, þegar seltan minkar við mikla úrkomu, á meðan þau klekjast. Þannig er því háttað um þorsk, ýsu, ufsa, löngu, keilu, heilagfiski og allar kolategundir vorar. Karfinn er að þvi leyti sérstæður, að egg hans eru klakiu áður en hann gýtur, o: hann á unga, en þeir eru ekki lengra á veg komnir, en seiði hinna, þegar þau koma úr egginu. Það var áður tekið fram, að egg þess- ara fiska væru öll mjög smá og hefðu i sér litinn næringaforða handa fóstrinu. Þau vaxa ekkert meðan þau eru að klekjast (á 2—4 vikum), þar sem þau eru slitin úr öllu sambandi við móður- ina. Það gefur þvi að skilja, að seiðin, sem úr þeim koma séu mjög smá, þar sem þau geta komist fyrir í rúmi, sem ekki er stærra en títuprjónshaus, eða hátt talið eins og andarhögl eða ertur. Þau era 5—15 mm. á lengd, oft þveng- mjó, með nokkuð gildu höfði (eins og títuprjónn) og alveg glæ, nema augun, sem eru svört, og afar veikburða. Hafa þau litinn sundþrólt, gera litið meira en að halda sér við, og hvort sem þau eru klakin við yfirborð eða á sjávarbotni, þá lifa þau fyrstu mánuðina nppi um allan sjó, jafnvel uppi við yfirborðið, og sama er að segja um seiði karfans. Það liggur í augum uppi, að þessar vesalings pislir, hin nýklöktu fiskasveiði, geta ekki lagt sér hina stærri hafsbúa til muns (verða þeim þvert á móti að bráð i miklum mæli), en fæðu þurfa þau að fá, ef þau eiga að vaxa, og þau verða að vera komin á legg fyrir veturinn eins og afkvæmi landdýranna, og þá er að at- huga, hvaða fæða, sem er kostui á i sjónum sé við þeirra hæfi. Úr þvi að seiðin eru svona agnar-smá í byrjun, þá eru það eins hinar allra- smæstu verur sjávarins, sem geta orðið þeim að bráð, og þar sem þau lifa fyrst framan af uppi um allan sjó, jafnvel uppi við yfirborðið, þá leiðir af þvi, að þess- ar smá-verur sem þau nærast á, verða lika að vera þar. Það eru með öðrum orðum sagt dýraagnir, sem lifa á sömn slóðum og seiðin, svifandi í sjónum, nær eða fjær yfirborði. Af þesskonar dýrum morar sjórinn á sumum tímum ársins, ásamt ungviði fiska og ýmissa annara sjávardýra og ótölulegum grúa af jurta- ögnum af þörungatægi. Svifa allar þess- ar verur ferðlitlar i sjónum, en berast um með straumum og nefnast því sam- eiginlegu nafni svifverur (svifdýr, svif- jurtir) eða að eins svif (á útl. málum plankton, fiskimenn vorir munu og stund- um nefna það »mor«). Undirstaðan und- ir öllu þessu lífi eru þörungarnir; þeir taka fæðu sina úr sjónum (sjávarvatn- inu) og lofti því sem i þvi er, og á þeim lifa svo smærstu dýra-agnirnar, frumdýrin. Á frumdýrunum lifir svo aft- ur ungviði ýmissa óæðri sjávardýra, og ber þar einkum að nefna ungviði smá- krabbategunda þeirra, sem fiskimenn nefna nú, að dæmi Norðmanna, sildar- átu eða rauðátu, (Calanus finnmarchicus o. fl.), þvi að það mun vera aðalfæða margra fiskaseiða á fyrsta aldursskeiði (lirfu- skeiðinu) og auk þess ungviði skeldýra og orma. Þá er loks að svara spurningunni, sem áður var sett fram, hvort hitabreytingar sjávarins hefðu þau áhrif á hrygningu fiskanna, að þær væru orsök til þess, að hún færi aðallega fram i mánuðunum marz, apríl og maí, eða að vorinu til, á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.