Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 51 við að búa vöru vora undir markaðinn. Komi eg heim í sumar, sem líkindi eru til, hefi eg hugsað mér að flytja erindi um þetta efni, og vænti eg aðstoðar hátt- virtu stjórnar Fiskifélags Islands með húsrúm o. þ. u. 1. En þólt, eins og nú slendur, að lítið sé selt af »Klipfisk« í Bandarikjunum, þá er ekki þar með sagt, að eigi mundi mega takast af afla honum hér sæmilegs markaðar. En eg ætla þó ekki að fara um það fleiri orðum nú. Það væri mjög nauðsynlegt að eg eða hver sá, er koma kynni eftir mig, hefði ávalt sýnishorn at isl. sjávarafurðum, en vitanlega yrði það allmikill kostnaðarauki, þvi húsaleiga er hér afskaplega há og mundi ófáanlegt slikt húspláss fyrir minna en $ 50 um mánuðinn. En eigi er hálft gagn að hafa hér mann meðan eigi er hægt að koroa þessu við. Sild. Það heflr verið samróma álit allra þeirra, sem eg hefi átt tal við, að islenzka síldin væri bezta sildin á mark- inum að hollenskri sild undantekinni. Nú er alls engin síld hér á markaðinum og eftirspurnin mikil. En þar sem að ís- lendingar munu nú þegar hafa selt ensku stjórninni það litla, sem fiskaðist síðast- liðið sumar, er ekki til neins að fást um það. Eg fæ eigi betur séð en mikil von geti verið um sölu á síld hér i framtið- inni, og að minsta kosti mundi það heppilegra íslenzkri síldarsölu i framtíð- inni að ávalt yrði nokkuð selt hér vestra. Eitt er það, sem þarf að vekja eftir- tekt á viðvíkjandi síldinni, og það er að íslendingar hafi skrásett vörumerki á allri sinni sild, svo siður sé hætt við að aðrar þjóðir selji lélegri sild undir nafni islenzkrar sildar. Nú í vetur er sagt að i Brocklyn hafi verið seld norsk sild undir nafni islenzkrar síldar. Þetta er náttúrlega freisting að nefna vöru sina því heiti sem mest er sóktst eftir, en af- leiðingin getur orðið sú, að isleuzk síld missi álit. Ætti að sjálfsögðu að liggja þung refsing við, ef merki væri fölsuð, og þyrfti að gera samninga um þetta at- riði við útlendar þjóðir, og þá eigi hvað sizt við Norðmenn og Svía. Lax. Ekki tel eg neinn efa á að selja mætti hér islenzkan lax og þá einkum reyktan. Byggi eg þetta á því einkum hve lax sá, sem hér er seldur er vond- ur, borinn saman við islenzkan lax. Gengi skip á milli um veiðitfmann, sem hefði frystirúm, myndi og mega fá hér miklu hærra verð en heima, fyrir ferskan lax. Lýsi. í Bosíon var mér sagt, að eitt- hvað af islenzku lýsi hefði komið liingað vestur og hefði það verið rannsakað hér, og hefði það verið fundið að því, að of- mikil aska væri í því. Eigi gat sögumað- ur minn sagt mér neitt um hvaðan lýsi þetta hefði verið, en það taldi hann á- reiðanlegt að það hefði verið þorskalýsi. Er mér nær að halda að þetta umrædda lýsi hafi verið frá Færeyjum en ekki ís- landi, en hvað sem því líður er nauð- synlegt að vita hverjar kröíur eru gerð- ar til góðs lýsis á hverjum markaði fyr- ir sig. Annars er ekki góður markaður hér fyrir lýsi, að minsta kosti eltki með- an stríðið stendnr. Hrogn. Sú vara hefir engan markað hér í landi að því, sem mér er kunnugt. Hákarl og skrápur. Af skýrslum fiski- veiðaumsjónarmannsins í Bandaríkjunum má sjá, að notkun hákarls til manneldis og skráps til sútunar fer mjög i vöxt. Hefi eg gert mér mjög mikið far um, að komast eftir hvernig er farið með þessa vöru, en hefi ekki enn getað komist eft- ir því. Býst helzt við, að eg mundi þurfa að fara vestur að Kyrrahafi til að kynn- ast þvi. Háfur hefir eigi verið etinn hér til skamms tíma, en nú er farið að selja

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.