Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 17
Æ G I R 53 botnvörpuskip. í suniar og fram á vetur stunduðu nokkrir ítalskir botnvörpungar veiði hér við austurströndina og seldu afla sinti ferskan i Boston. Var verð það er þeir fengu i desembermánuði svo hátt að blöðin sögðu þess engin dæmi. Verð- ið á makríl varð um og yfir 90 cent, eða hátt á þriðju krónu pd. Eg er ekki í neiuum vafa um að ef islenzku botn- vörpungaeigendurnir gerðu skip sin át bér þá mundu þeir græða stórfé á þvi, með þvi að selja fiskinn hér í bæjum. Og ekki geri eg við að erfitt yrði að fá kol handa þeim, ef þeir seldi veiði sina hér. Kol þykja nú afardýr hér en hafa þó eigi enn farið fram úr $ 13. pr. ton. Kol. Bæði er það, að eigi gelur komið til tals að kaupa kol hér til heimflutn- ings til Islands vegna hins háa farm- gjalds, enda mundi útflutningsleyfi ófá- anlegt. Salt. 1 Boston og Gloucester sögðu út- gerðarmenn mér, að þeir hefði fyrir ó- friðinn keypt alt sitt salt á Spáni, en nú kaupi þeir það suður við Mexikóflóa, en eigi álitu þeir það salt eins gott. Þar syðra var mér sagt að sallið kostnaði írá 1.75 uppi $ 2.50 pr. ton. Eg skoðaði þetta salt og virlist það vera vel á borð við Liverpool Common Fisherj'salt. Eg átti tal við skipstjóra einn i Glou- cester, sem hafði við orð að leiga ef hann gæti fengið stórt seglskip og ferma það með salti þar syðra til Islands. Flutningsgjaldið áleit hann að eigi þyrfti að fara fram úr $ 30. pr. ton. En enga trú hefi eg á, að honum takist að iá slikt skip, nc heldur gat eg fallist á kostnaðaráætlanir hans. Sleinolia. Pá vöru á að sjálfsögðu að kaupa hér framvegis, en nú er fullkom- ið útflutningsbann á henni hér, og eng- inn vegur að einstaklingar fái undanþágu frá því, enda mun nú landsstjórnin heima hafa tekið þá verzlun i sinar hendur og er vonandi að stjórnin hér í Washington neiti henni eigi um útflutning á þeirri olíu, sem hún telur oss nauðsynlega. Eftír kynnum þeim, er eg hefi haft af viðskiftum hér i álfu, fyrir ófriðinn, verð eg að álíta að íslandi væri stórljón að þvi ef bein viðskifti legðist með öllu nið- ur eflir ófriðinn, og eg álít að slíkt hvorki eigi né þurfi að eiga sér slað. Alt, eða mest, veltur á þvi, að vér höfum eitthvað til að flytja hingað. En ef ísland verður i náinni framtíð iðnaðarland þannig, að það fer að nota fossaaflið heima til að framleiða t. d. áburð, og ef svo öll þau áburðarefni, sem tilfalla við sjávarsiðuna verða notuð, þá er ekki hætt við, að eigi íengist nóg til að flyta hingað, þvi áburð- ur allskonar, er sú vörutegund, sem hér er og verður óþrotlegur markaður fyrir. Meðan að landsstjórnin islenzka hefir hér fulltrúa, sem standa á i sambandi við stjórnarvöldin hér í landi, tel eg mér eigi að eins óskilt heldur og óleyfilegt að gefa skýrslu| um stjórnarráðstafanir við- komandi verzlun og viðskiftum. Það eitt nægir að segja, að í Bandaríkjunum er útflutningsbann á hverjum einasta hlut hverju nafni sem nefnist, og þótt sljórn- in hér i landi veiti undanþágur frá þessu banni, sem þó ekki eru i gildi nema 8 vikur, þá Jiarf ávalt að fá leyfi ensku stjórnarinnar á hverju sem er og hve litlu sem er, og það hefir komið fyrir, að þegar það leyfi hefir komið, þá hefir amerikanska leyfið verið útrunnið, og hefir þá orðið að byrja aftur framanfrá af nýju. ** Virðingarfylst. Matth. ólajsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.