Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 28
á handfæri o« bera öngla. Fiskverð um þessar mundir hefir verið þannig: Nýr fiskur upp úr skipiuu 26 aur. kíló. létt saltaður.............50 — — fullsaltaður .............70 — — Lifur er talinn nú á .....50 — liter. Ensku samningarnir. Til að gera framhaldssamninga við Englendinga íyrir hönd isl. landstjórn- arinnar um lcaup og verð á ísl. afurð- um yfirstandandi ár, eru nú 3 menn farnir áleiðis til Englands: Eggert Briem frá Viðey, formaður Búnaðarfélagsins, Kl. Jónsson íyrv. landritari og Rich. Thors framkvæmdarstjóri. Þeir fóru héðar með ensku herskipi kvöldið 25. marz. Með þvi fór einnig konsúll Breta hér, hr. Cable. Fyrri viðskiftasamningar við Eng- lcndinga voru úti um síðastl. áramót. Hinn 21. niarz skipaði Stjórnarráðið nefnd til þess að semja frumvörp til konunglegra tilskip- ana þeirra, sem ákveðnar eru i lögum nr. 29, 22. október 1912 um eftirlit með skipum og bátum og öiyggi þeirra. Þessir eru skipaðir í nefndina: Forstjóri Augúst Flygenring (formaður). Skólastjóri M. E. Jessen. Framkvæmdarstjóri Emil Nielsen. Ritari Fiskifélagsins Sveinbjörn Egilson. Ráðunautur Fiskifélagsins Þorsteinn Júl. Sveinsson. Skipstjórafélag Norðlendinga heitir félag, sem stofnað var á Akur- eyri 13. febrúar þ. á. Stofnendur voru 18. 1 stjórn þess voru kosnir: Stefán Jónsson, Sigurður Sumarliðason og Jón Bergsveinsson. Tilgangur félagsins er að efla sjávarút- veg á alla lund, styðja að fjölgun vita og sjómerkja og auka þroska skipstjóra- stéttarinnar. (Norðurland). Brlendis. Fiskiveiðar í Lofoten 1917. Þorskur smár og stór 9,200,000 stykki, verð kr. 10,718,000 Lifur 24,362 hl.........— 2,411,838 Hrogn 11,935 — .. — 465,465 Hausar seldir 5,900,000 st. — 118,000 Samtals kr. 13,713,303 Mörg hundruð svenskir bátar, sem í byrjun ársins ætluðu að stunda síldveið- ar við Jótlandsskaga, sneru heim aftur skömmu eftir komu sína þangað. Um ástæður vita menn ekki, en haldið er það steinolílej'si og matarskorti að kenna. Vitar og- sjómerki. í Höfnum verður bráðlega kveikt á 2 leiðarljósum, sem sýna innsiglinguna á Kirkjuvogssund. Ljósin eru í luktum á steinvörðum með trjám upp úr; neðri varðan um 3 m. há, sú efri 4l/a m., grá- ar á lit. Efra ljósið er rautt, hið neðra grænt, en í innsiglingarlínunni eru bæði hvít. Stefnan er nálægt 90°. Eftir ljósun- um er farið inn móts við skerið (Kirkju- vogssker) norður af Iíotvogsbænum, og svo beygt fyrir skerið (austan við það) inn að lendingunni. Á ljósunum mun loga frá 1. sept. til 1. apríl á hverri nóttu. Lögbirtingabl. 14/s 1918. Prenesmifljan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.