Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 22
58 ÆGIR inn á svæði, þar sem viðkomandi fiskar gjóta alls ekki, og svo austur með Norð- urströndinni og alla leið til Austfjarða, eins og straumarnir liggja (á sumrin að minsta kosti), sólarsinnis kringum landið. En austur fyrir Langanes komast þau ekki fyrri en seint i júli, og suður á hina syðri af Austfjörðunum ekki fyrri en seint í ágúst eða í september. Meðan á þessum flutningi stendur, vaxa seiðin, og taka smámsaman á sig gerfi foreldranna, fara að fá lit o. s. frv. En samtímis því fara þau að jafnaði að liætta uppsjávar lífinu og leita botnsins, og verður það fyrir flestum tegundum um leið að leita inn að ströndinni, þang- að sem grynnra er, á 0—40 fðm. dýpi. Þegar svona langt er komið þroska seið- anna, er margt af þeim enn við Suður- ströndina, en mikill urmull af þeim nær að komast inn í firðina á norðvestur,- norður- og austurströndinni áður en þau ná í botninn. Þegar botnlífið byrjar, bælta seiðin að elta svifdýrin og fara nú að nærast á staðbundnari dýrum, eins og t. d. marflóm og öðrum smáum botndýr- um. Verða þau nú einnig sjálf meira eða minna staðbundin og dvelja á grunnin- um eða í fjörðunum 2—4 ár eftir því hver þau eru. Rað er auðskilið, að þessi dreifing seið- anna yfir miklu stærra svæði, en þau eru gotin á, hlýtur að verða þeim að miklu liði í því tilliti, að síður er hælta á þvf, að þau verði svo mörg á tilteknu svæði, að næringarskortur gæti orðið þeim að Qörtjóni, þau dreifast þannig ósjálfrátt um »hagann« og afeta siður hvert annað. En þessum greyjum eru fleiri hættur búnar en matarskortur: Þau eiga marga óvini, bæði í sjó og lofti, ýmsir smáfiskar, t. d. síld og fuglar sækj- ast mjög eftir þeim. Meðan þau eru í eggi og ný-klakin er lítill slægur i þeim, og þar að auki eru þau alveg glæ, og felast þvi vel í tærum sjónum fyrir óvin- um, sem kynnu að vera á sveimi. En * þegar þau fara að stækka, hyrja ofsókn- irnar fyrir alvöru. Reyna þau þá oft að leita sér hælis undir marglyttum, eins og sjá má tíðum hér við vestur- og norður ströndina í júlímánuði, eða undir ýmsu sem flýtur á sjónum, svo sem þangklóm, spýtum o. fl. En þrátt fyrir þetta fara þau unnvörpum i óvini sina, og stundum geta þau borist inn að landi þar sem fjarar undan þeim, eða berast inn um ósa inn í ósalt vatn eða brimrotast, og svo fram eftír götunum. Víst er um það, að mikið hlýtur að farast, því að eggja- fjöldinn, jafnvel þeirra fiska, sem eiga þau fæst, er svo afskaplegur, að ef alt það kæmist á legg, sem klekst á einu ári, mundi sjórinn fyllast og matarskort- * urinn fljótt setja takmörk fyrir frekari fjölgun. Fiski-höfn fyrir Austfirðingafjúröimg. Eitt hið mesta áhugamál sjómanna- stéttarinnar á Austurlandi er efalaust það, að gjörð yrði fiskihöfn á svæðinu frá Austurhorni að Hornafirði. Eg skrifaði grein um þetta mál 1915, sem kom út i Austra, og benti þá á ýmsa staði, siðan hafa ýmsir ritað um þetta mál, og það verið rætt á fjórðungsþingi Fiskifélagsins hér eystra i fyrra, og eins hafði fiskiþingið síðasta málið til með- ferðar. Allir sem eitthvað hafa um mál- ið sagt hafa helst bent á Hvalneskrók, sem heppilegastan stað fyrir þessa höfn. Nú hefir landsstjórnin ráðið hafna- verkfræðing til þess að rannsaka þá staði,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.