Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 20
56 ÆGIR þeim tíma, sem hitinn í sjónum fer að vaxa. Svarið verður játandi. Því er sem sé svo háttað, að hinar áð- ur umgetnu svifverur, þörungarnir og frumdýrin, líða undlr lok, deyja eða falla i dvala á hafsbotni, þegar sjórinn fer að kólna á haustin, og líkt er að segja um ýmsar af síldarátu-tegundun- um, sem annaðhvort deyja að haustinu til eða draga sig niður i djúpin, niður að botni. Þar sem lcæling sjávarins er minni. Verður aíleiðingin sú, að sjórinn verður rnjög snauður að svifverum (mori) að velrinum til, meðan kaldast er; enda hafa víst margir fiskimenn tekið eftir þvi, að hann er þá tærastur, og þvi lít- ið i honum af æti handa fiskaseiðum og öðrum smákindum sjávarins. Það mundi þvi ekki vera vænlegt til þrifa og þroska fyrir íiskaseiðin að koma i heim- inn um nýjársleytið. En þegar kemur fram á, fram undir jafndægrin og sólin fer að hita sjóinn aftur, þá fara smáver- ur þær, er lágu í dvala, eða höfðust við niðri við botn, úti í regindjúpi að draga sig upp í birtuna og hlýjuna uppi við yfirborð sjávar, inni á bönkunum nær landi, aukast þar og margfaldast og vaxa, hvert eftir sínu eðli. Þá er lika kominn timi til þess að fiskarnir fari að gjóta, þvi að nú fer að verða nóg um það æti i sjónum, sem seiðin gela neytt, og er þeim nauðsynlegt til þess að vöxtur þeirra og þroski verði svo ör, sem með þarf lil þess að þau geti hagnýtt sér aðra fæðu þar sem bitarnir eru slærra skornir, þeg- ar líður á sumarið og smærra svifið hverf- ur, þ. e. a. s. stærri dýr, svo sem síld- arátu, augnasili, ögn og önnur þessháttar krabbadýr. En fæðan er ekki einhlít; bitinn heílr líka mjög mikil áhrif á klak hrognanna og á vöxt seiðanna, og gerir hver tegund sínar sérstöku kröfur i þvi tilliti. Þorsk- urinn hrygnir t. d. ekki þar sem hitinn er undir 4° né yfir 10° c., og svipað er það um aðra vora þorskfiska (ufsa, ýsu og lýsu), en þessi hiti er ekki kominn í yfirborð sjávar hér við suðurströndina fyrri en í marz, og er þvi ekki að búast við því að hrygning þorskins byrji fyr. Þeir fiskarnir sem byrja að gjóta nokkru fyr, hljóta að láta sér nægja minni hita, en aðrir (t. d. ýsa, lýsa, langa og keila) sem gjóta seinna eru kröfuharðari, þvi að hitinn vex eftir þvi, sem líður á vorið. Þetta, sem eg hefi nú tekið fram, ætti að vera nægilegt til þess að sýna fram á það, að 1) hið sama gildir i sjónum, hvað snertir fjölgun ýmissa sjávardýra og sérstaklega hrygningu margra nyt- semdarfiska vorra og á landi, að þau koma á þeim tíma i heiminn, sem er allra hentugastur fyrir vöxt þeirra og viðgang, og 2) að sá timi er einmitl vor- námuðirnir marz, apríl og maí. Hinar umgetnu kröfur til hæfilegs hita i sjónum verða þvi valdandi, að flestir af nytsemdarfiskum vorum geta að eins gotið við suður- og suðvesturströnd landsins, á svæðinn frá Hornafirði til Látrabjargs (og þorskurinn að ísafjarð- ardjúpi), vegna þess, að hitinn er alt of lágur við norðvestur- norður- og aust- urströndina á þessum tima ársins. Þessu til skýringar skal eg geta þess (samkvæmt Tillæg til Nautisk meteoro- logisk Aarbog, Iíh. 1917), að yfirborðs- hitinn við Norður- og Austurströndina er í janúar — april í kringum 1° C. I jan. — marz nær hann ekki 4° fyrri en á sunnanverðum Faxaflóa og við Vestra- Horn. í april er hann 4° við Snæfells- nes og Eystra-Horn, og ekki fyrri en i maí við ísafjarðardjúp og Papey. Með- alhiti einstakra mánaða er (eftir sömu heimildum) þessi i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.