Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 25
Æ G I R 61 Stór-slys! Tveir bátar farast. Sunnudaginn 3. marz gerðist hér það slór-slys, að Iveir vélabátar fórust nieð öHu. Réru menn alment um morguninn, ílestir um dagmálaleyti, þvi að ekki þótti ræði fyrri. Tók að hvessa eftir hádegið ai landsuðri, og gerði foraðsveður með slyddu og miklum ósjó, er á leið. Það bættist við, að veður breyttist á áttinni, gekk i hafsuður, og þó ekki snögglega. Urðu menn síðbúnir til heimferðar, lentu sumir ekki fyr en undir miðnætti, sex hálar komu ekki um nótlina. Fjórir þeirra komu heilu og höldnu morguninn eltir. Bjuggust menn i fyrslu við að hin- ir mundu einnig koma fram síðar, en það hefir því miður ekki orðið, og er nú úti öll von um það fyrir löngu. Eitl- hvað af farviði úr bátunum og veiðar- færum hefir rekið við Landeyjasand. Báðir bátarnir voru taldir ágætir i sjó að leggja og vel út búnir. Annar formað- urinn, Björn Erlendsson, var talinn einn ai allra fræknustu sjómönnum hér og bráðheppinn; hinn var og lalinn röskur maður, en hafði ekki verið formaður hér fyr en i vetur. Er hér orðinn mikill mannskaði og fjártjón tilfinnanlegt á ýmsa lund. Eigi höfum vér heyrt hvort mennirnir hafa verið líftrygðir, öðruvísi en i hinni almennu slysatryggingu sjó- manna. Engin veit nein náin atvik að slysinu, annað cn það að veður og sjór var orð- ið þannig um kvöldið, að hver og einn, sem i land komst, þóttist mjög úr öng- um ekið hafa. Bátarnir hétu »Adólf«, eign formanns og Friðriks Svipmundssonar, og »Frí« cign versl. »Dagsbrún« o. fl. Þeir sem druknuðu voru: Al »Adolf« V E 191: Formaður Björn Erlendsson, lælur eft- ir sig konu og 2 börn. Mótoristi Bergsteinn Erlendsson, ó- kvæntur, bróðir formanns, ættaður aust- an úr Mýrdal, eiga þar foreldra á lifi. Hásetar: Árni Ólafsson, unglingsm. ó- kvæntur, frá Löndum hér, á þar föður á lífi; ættaður úr Mýrdal. Páll Einarsson, nýkvænlur, búsettur á Löndum hér. Ættaður lrá Nýjabæ und- an V.-Eyjafjöllum. Jóhannes Olsen, Norðmaður, ólcvænt- ur, til heimilis i Vatnsdal hér. Ætlaði að eins þennan eina róður. annars ráð- inn á annan hál ókominn hingað frá Rvik. »Fri« V E 101: Formaður Ólafur Eyjólfsson, bjó með móður sinni í Rvik, ættaður frá Hrúta- felskoti undir A.-Eyjafjöllum. Mótoristi Karl Vigfússon, trésmiður, kvæntur, af Seyðisfirði, lætur eftir sig konu og 5 börn. Hásetar: Iíarel Jónsson frá Selsundi, á Rangárv., ókvæntur. Sigurður Brynjól/sson, frá Nýhöfn, Eyr- arbakka. (Skeggi ö/a 1918). ) Véiabátaábyrgöarfélog Isfirðinga. lteglugfjörd. i. Skyldur bátseiganda. Allir hátaeigendur, sem eru i félaginu, skulu láta hvern bát, er þeir fá ábyrgð á, vera búinn svo sem hér segir: Hverjum bál skal fylgja í sjóferð hverja: a. Traustur seglbúnaður og nægilega góðar dælur. b. 20 pottar steinolia á hvert hestail vélarinnar, nægileg áburðarfeiti, verk- færi lil að taka sundur vélina og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.