Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 21
ÆGIR 57 C CQ •'—5 c -Q £ marz X D- Cð *3 £ c ‘3 •r-i 3 •r—> ■*-» C/3 Qfi O- <D cr. 3 O > *o c 1/3 O Vestm.- eyjum. 4,3 4,2 4,7 6,1 7,7 9.5 10,9 10,8 9,1 7,0 5,3 4,4 Gríms- ey. 1,9 0,9 0,6 1,4 2,5 4,4 6,5 7,4 6,7 5.3 3,9 3,7 Pap- ey. 0,9 0,5 0,5 1,5 3,0 4,8 6,0 6,5 6,1 4,4 2,7 1,4 Að eins fáir nytsemdarfiskar, eða merk- isfiskar, gjóta jafnt, alt í kringum land- ið, svo sem hrognkelsi, skrápkoli og loðna. Þetta atriði, að flestir nytsemdarfiskar vorir eru bundnir sérstökum hitaskil- yrðum, sem er að eins að finna við suður- og vesturströnd landsins, verður þvi valdandi, að allir þeir fiskar, sem ætla að hrygna það og það árið, verða að safnast saman hvaðan æfa að á hrygn- ingarsvæðinu undir það, að hrygningin á að fara fram, o: undir áramótin, eða á fyrstu mánuðum ársins. Þar dvelja þeir svo fram á vorið þangað til hrygningin er garð gengin. Það er m. ö. o. sagt, að það smá-koma »göngur« af þesskonar fiski á grunninn (bankana) á hrygning- ingarsvæðinu. Sumt af þessum fiski er »sumarstaðinn« striðfeitur fiskur, oft með tóman maga, en megrast mjög á þeim langa tima, sem hann dvelur á hrygn- ingarsvæðinu, einkum vegna þess, að mikið af feitinni (t. d. lifrinni) og hold- unum fer til þess að framleiða æxlunar- efnin, hrognin og svilin, og svo meðfram af þvi, að lítið er um æti. Þetta á eink- um við um þann fiskinn, sem er snemma á ferðinni (í janúar, febrúar). En þegar kemur fram i marz, fer loðnan og jafn- framt nokkuð af sandsíli að koma á vettvang, og fylgja með þeim nýjar göng- ur af stærri fiskum (þorski, ýsu o. 11.), sem svala græðgi sinni lakmarkalaust á þessum smælingjum, og fitna þá um leið og þeir eru að þroskast til hrygningar. Þetta er »sílfiskurinn«. Þýðing þessara hrygningarferða ýmissa fiska fyrir fiskiveiðar vorar, er öllum augljós og alkunnug. Vetrarveiðarnar hér við Suður- og Vesturland eru algerlega þeim að þakka. Vetrarvertíðin á Suður- andi frá Kyndilmessu (2. febrúar) til 11. maí, má segja að falli hér um bil sam- an við hrygningartíma þorskins, byrjar þó af auðskildum orsökum nokkuru fyrr, en endar nákvæmlega á þeim tíma sem hrygningin þar er um garð gengin. Uppsjávarlif seiðanna stendur að jafn- aði yfir í 3—4 mánuði. Þau (og eggin) svíía úti á rúmsjó, oft langt frá landi, eins og t. d. á Selvogsbanka; er mergðin oft svo ógurleg, að sjórinn er krökur af þeim, alla leið úr Mýrdalssjó, ef ekki lengra auslur, og alla leið vestur fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa. Eggin geta ekkert hreyft sig, og sundþróttur hinna nýklöktu seiða er mjög lítill; jafnvel eldri seiðin gera litið annað en halda sér við og elta uppi bráð sína. Svifdýrin, sem þau nærast á, hafa jafnvel enn þá minni sundþrótt. Það er því næsta eðlilegt, að straumar sjávarins, ef nokkrir eru hafi mikil áhrif á þessar smáverur, og beri þær með sér. Nú vill svo til, aðstraum- ar (föll) ganga með suðurströnd lands- ins, og aðallega vestur með (vesturfallið harðara en austurfallið). Með þessum straumum berst nú svifið og seiðin austur og vestur, eftir því sem föllin liggja, en aðallega þó vestur með, og flytjast þannig lengra og lengra burtu frá gotstöðvunum. Þau sem eru gotin austarlega við Suðurströndina berast vest- ur með henni, ef lil vill vestur fyrir Reykjanes; þau sem eru gotin vestarlega eða við sunnanverða Vesturströndina, t. d. á Faxaflóa eða kringum Jökul, berast norður með Vesturströndinni, eða jafn- vel norður fyrir Hornstrandir, og þau sem eru gotin enn norðar, sömuleiðis, og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.