Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 13
ÆGIR 49 hennar það ekki að fullti til kynna, því hún nefnist: Net and hvine Factory, en eg vissi að hún hafði einnig strengjabraul (ropewalk) og að þeir bjuggju til færi þótt þau auðvitað væri úr bómull. Eg fór þangað tveim sinnum, en hitti í hvorugt skipti forstöðumanninn. Eg var einráðinn i að gefast ekki upp fyr en eg fengi að sjá verksmiðjuna og fengi ein- hverjar upplýsingar. Eg fór þvi enn af nýju og nú hitti eg manninn, sem veitti verksmíðjunni forstöðu. Hann tók mér all vingjarnlega en færðist undan að gefa mér neinar upplýsingar, og eigi vildi hann sýna mér vélarnar né strengjabraut- ina. Hann spurði mig um, i hverjum til- gangi eg vildi fá að sjá vélarnar og hverjar væri þær upplýsingar, sem eg æskti af þeim. Eg sagði honum hið sanna, að vér hefðum i huga að koma upp hjá oss þesskonar verksmiðju, þvi vér þyrftum mjög mikilla veiðarfæra með og því vildi eg fá að vita hvort þeir á- liti, að samskonar vélar og þeir heíði, mætti nota til að vinna úr hampi, þvi auðvitað kæmi oss ekki til hugar að búa til bómullarfæri. Ef það nú væri á- lit þeirra að þessi áhöld mætti nota, þá vildi eg beiðast upplýsinga um verð á þeim, og hvert ætti að snúa sér til að fá vélarnar o. s. frv. Hann kvað verksmiðj- una vera félagseign og héti félagsstjórinn Ross, en væri ekki í Gloucester heldur i Boston og yrði að fá skiflegt leyfi hjá honum til að sýna verksmiðjuna og gefa nokkrar upplýsingar. Bauðst hann til að skrifa Ross og þáði eg það að visu, þótt það gæti fyrst komið mér að gagni seinna. Var bréf hans á þessa leið: Dear Mr. Ross. Mr. Matth. ólafsson a member of the Icelandic parliament was here to day and desired some informations of a private character concerning our busiuess. I have referred him to you and am giving him this letter. Yours truly etc. F*egar eg kom til Boston fór eg þegar á skrifstofu Mr. Ross, en þá var hann í New-York á einhverjum aðalfundi og skrifstofuþjónarnir gátu ekki sagt með vissu hvar hann byggi, héldu að hann hefði oftast búið á Hotel Astor. Þegar eg kom til New-York leitaði eg hans á Ho- tel Astor. Hann hafði verið þar, en far- ið með næturlestinni. Býst eg við að hitta hann í Boston i febrúar þvi þá hefi eg ákveðið að vera þar. Vænti eg þá að úr þessu rakni, og eg fái að sjá verk- smiðjuna og fái einhverjar upplýsingar, en auðvitað kostar það að fara aftur til Gloucester, en þangað hefði eg ekki far- ið ella fyr en i apríl. f*á vildi eg fara nokkrum orðum um álit mitt á markaðshorfunum fyrir is- lenzkar sjávarafurðir hér. Eg hefi skygnzt nokkuð eftir markaði fyrir landafurðir og geri grein fyrir áliti mínu í því efni i skýrslu minni til stjórnarráðsins. Er þar i stuttu máli eigi um annað að tala en ull, gœrur og kindagarnir. En allar þess- ar vörur eru eigi aðeins vel seljanlegar hér, heldur og i allháu verði eins og stendur. Skinnin islenzku þykja góð, en ullin illa þvegin og illa aðgreind. Garn- irnar, eins og þær eru nú verkaðar þykja að visu mjög léleg vara, en eftirspurnin eftir þeirri vöru er afarmikil, og ef ís- lendingar keyptu sér vélar þær, sem hér eru notaðar til að hreinsa garnir með, og þær eru ekki mjög dýrar, alt að 900 dollara, þá mundi garnasalan gefa álit- legan hag. Eg ætla þá að snúna mér að sjávarafurðunum og skal þá fyrst talinn: Fiskur (þorskur, langa, ýsa, keila og upsi). Má segja, að hlutfallið á milli verðsins á þessum fiskitegundum sé mjög

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.