Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 16
52 ÆGIR hann niðarsoðinn. Á enska tungn heitir háfurinn dogflsh. Þetta ljóta nafn hefir fælt menn frá að eta hann. Mér hefir verið sagt að eitthvað stjórnarbréf hefði verið geflð hér út, er f}rrirskipaði að hann skyldi nefndast greyfisk og víst er uin það, að svo er hann nú nefndur á markaðinum. Eg hefi talað við menn, sem hata etið hann, en ekki töldu þeir hann góðan mat. Selskinn. Þá vöru má telja lil sjávar- afurða. Þau eru hér nú i háu verði. Eg heíi verið spurður um hvort sú selateg- und, sem vér veiddum væri það, sem Ameríkumenn nefna »furseal«. (Það er selur sem loðskinn fást af til að fóðra með loðteldi). Þvi miður hefi eg ekki verið svo vel að mér, að eg gæti svarað þessu beinlinis játandi, en eg hefi þó tal- ið að svo mundi vera, þvi að vitanlega má nota öll skinn, sem hár er á, i fóð- ur. Reyndar hefi eg séð hér loðfeldi úr- selskinnum, sem ekki munu vera til heima, þau eru ekki ólik hlifbarða (Leo- pards) skinnum, og þykja gersemar miklir. En svo hefir viljað til, að íslendingur einn, sem er nú hér i New-York hafði nokkur islenzk selskinn, eg held egmegi fullyrða að það voru landselskópaskinn og hann kvað skinnakaupmann einn hafa sagt sér, að þau væri einmitt fur- sealskinn. Að þessi skinn eru nú í svo háu verði, er af ýmsum ástæðum. Við þátltöku Bandamanna i stríðinu hefir komist ólag á selveiðar þeirra í Berings- sundinu, eins og á alla aðra sjávarút- gerð þeirra. Berst þvi minna að af þess- um skinnum en ella og enda þótt skinn- in sé i háu verði, alt að $ 7.00 pr. stykki, þá eru þau þó einhver ódýrasta grávar- an hér og eru mjög i tíðsku cins og slendur. Eg bjTst því við að verð á þeim verði allhátt fyrstu árin eftir ófriðinn. Flestir þeir menn, sem eg hefi átt tal við um verzlun og viðskifti milli Islands og Ameríku, hafa látið undrun sina í ljósi yfir því, að vér, sem höfum svo margkynjaðar fiskitegundir, eigi skulum hafa niðursuðu verksmiðjur á hverju strái. Hafa þeir talið víst, að hér yrði á- gætur markaður íyrir slíkar vörur, ekki hvað sizt af þvi, að islenzkar fiskitegund- ir væri sérlega góðar t. d. laxinn, sem væri stórum hetri en sá lax, er veiddist hér i Ameríku. Þá er að minnast á likindi fyrir kaup- um á vörum hér i Vesturheimi, er sér- staklega þarf til sjávarútvegs. Færi. Þau eru aðallega búin hér lil úr baðmull og þarf ekki að eyða orðum að þvi, að þau verða aldrei veruleg viðskifta- vara milli íslands og Ameriku. Þau eru nú orðin þekt lieima, og þarf eg ekki að geta þeirra frekar. Kaðlar. Hér er mikið búið til af köðl- um og eiukum úr Manilla og New-Zee- land garni. Er það góð vara og ælti Is- lendingar að kaupa það lilta, sem þeir þurfa af þessum vörum hér vestra. Net. Sildarnet og allskonar fiskinet eru búin hér til úr baðmull og hör. Eru þau net falleg að útliti, en naumast eins haldgóð og net þau, er menn nola við Faxaftóa og um sildarnetin má segja hið sama, enda verður með hverju ári minna þörf á sildarnetum, með þvi að herpi- nótin er aðalveiðarfærið. Herpinætur búa menn hér til, en heyrl hefi eg íslendinga halda því fram, að þær væri eigi eins vel lagaðar og þær norsku. Trawlneteru annaðhvort mjög lítið búin til hér eða alls ekki. Að minsta kosti eru þau ekki búin til i 2 netaverksmiðjum, sem eg hefi haft spurnir af. Amerikumenn eiga litið af bolnvörpuskipum. Þannig eiga þeir Coston Pew & Co i Gloucester, sem eiga um 60 segl- og mótorskip að eins 2

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.