Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 8
44 Æ G I R að eiga, og gæti það haft nóg að slarfa alt árið, ef fyrirtækinu væri vel stjórnað og ekkert hvingl eða fálm út loftið kæm- ist að. Hjá þjóð, sem ekki sjTnir meiri viðurkenningu en við gerum þegar björg- un á sjó fer tram, má varla vænta góðra undirtekta hér, en nú ætla eg að vera svo djarfur að kalla það ófyrirgefanlegt hugsunarleysi, að geta hvergi um þegar formenn á bátum leggja lif sitt ogskips- liafnar sinnar í ofsaveðii i sölurnar til þess að bjarga mörgum mönnum og tekst það. Það kom fyrir i mikla veðrinu 24. marz 1910, að einum sem þá hjálp- aði var gleymt, ekkert á liann minst og það sem tekur út yfir alt er það, að þeim sem bjargað er ogskylduliði þeirra skuli ekki láta sér detta í hug að þakka opinberlega í blöðum, og sýna velgerða- manni sinum i það minsta þá viður- kenningu, minna mátti það ekki vera. í*að mun íljótt komast á hér að knýja á Carnegisjóðinn, það er nýlt, en það mun nú fara svo samt, að þeir sem verðugastir eru koma þar ekki til greina, vanta talsmenn. Innan skamms reyni eg að birta í Ægi björgunina, sem gleymdist að geta um og þakka. Sem stendur er ekki um gufuskip að ræða — að hafa ofan í sig silur nú i fyrirrúmi hjá fleslum, og dauf- legt fram á tirnann að líta, en hugsað getum við enn og vonað að úr hörm- ungunum rakni. Gufuskip virðist ókleyft að kaupa, þvi það verður að vera gott. — Mótorbátar eru gallagripir, sem geta svikið, þegar mest ríður á, en Colin Archers skipin (norsku björgunarsköjt- urnar) hafa i liöndum þeirra manna, sem með kunna að fara, getið sér orð- stýr, sem flogið hefir um allan heim. Það eru að eins seglskútur, en þœr gclci siglt og þeim stýra þeir menn, sem kunna með segl og áhöld að fara, og þeir mundu ekki vilja taka seglin niður og nota mótor, þegar á lægi. Segl á skip- um eru nú hér að verða dauðadæmd og geng eg þvi að þvi sem gefnu, að hug- , myndin um það fái ekki miklar undir- tektir, að landið eignaðist eilt slíkt skip, sendi tvo duglega formenn til Noregs, sem kyntu sér aðferð björgunarmanna, með því að fá skiprúm á sliku skipi nokkurn tíma og kyntust skipinu sjálfu. Kæmi slikt skip að notum hér, gæti svo farið að annað væri keypt, þá hefðum við skipstjóra á þau bæði, og þeir kendu svo skipshöfnum sínum, þvi hér þýðir ekkert kák, menn verða að kunna. Skipin sjálf munu ekki mjög dýr, og úthaldið að meðaltali i Noregi i fvrra varð um 7—8000 kr. Kvenfólk þessa lands berst fyrir ýmsu góðu, það er með sinn 19. júni og fleiri góða daga, sem koma mörgum til að hugsa vel og rétt. — Foringjar þeirra munu fæstar vera tengdar sjómönnum, en konur, dætur og systur sjómanna þessa lands eru margar. Gætu þær ekki einnig haft sinn dag, svo sem 12. marz eða 7. april, eða þá annan merkisdag i lifi sjómanna. í tómstundum sinum gætu þær unnið einhverja handavinnu, sem þann dag væri sett á Basar. Þekti eg rétt mundi sama sniðið komast á hér og annarsstaðar, að þeir hlutir mundu borg- aðir langt fram yfir verð. l3að snið er þegar komið á við Samverjann; menn kaupa t. d. 1 bolla af kafli, borga hann með 5—10 kr. Það sýnir góðan vilja að styrkja fyrirtækið. — Afþessugæti mynd- ast sjóður, og með timanum gæti svo farið, að menn gæfu minningargjafir i þann sjóð, eins og nú er gefið til lands- spitalans. Hér er um enga samkepni að ræða. Sjóðir þessir yrðu svo nátengdir að þvi undanskildu, að spitalasjóðui'inn verður til að hjálpa þeim lil lífsins, sem sjúkir og hrumir eru. — Bjargráðasjóð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.