Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 10
46 ÆGIR nú með öllu ófáanleg. Var eg mjög spurður um hvort vér Islendingar mund- um ekki geta aflað þeirrar vöru og selt hana hér. Flestir sem eg hefi ált tal við búast við, að svo mikið ólag muni komast á fiskiútgerðina hér í landi við þátttöku Bandamanna í stríðinu, að fiskur hljóti að verða í háu verði lengi eftir ófriðinn, enda hafi reyndar alltaf verið meiri eða minni fiskiskortur um miðja álfuna t. d. í Chicago, og er hún þó birgð upp frá báðum heimshöfunum. Én ef til þess á að hugsa, að ná hér markaði fyrir aðalsjávarafurð vor Islend- inga, þá verðum vér að taka upp sömu meðferð og hér er höfð á fiskinum. í Bandaríkjunum er mjög lítið selt af fiski, verkuðum á sama hátt og tíðkast heima hjá oss. Sá fiskur er hér til, en er nú allur sendur til Cuba, svo sem fyr er sagt. Er sá fiskur mjög illa verkaður og sá eg engan fisk, sem eigi hefði orðið Nr. 3 heima hjá okkur. Af þessum ástæðum var mér umhugað um að sjá aðferð þá, sem fiskikaupmenn i Boston og Gloucester hafa við fiskverk- unina. Eg fór þvi 4. des. fyrst til Boslon og dvaldi þar í 3 daga. Átti eg þar tal við ýmsa menn, sem fást við sölu á fiski og réðu þeir mér til að fara til Gloucester og kynna mér meðferð þeirra þar á fisk- inum. Eg fór því þangað og dvaldi þar i 10 daga. Eg vil hér geta þess, að áður en eg fór að heiman sendi stjórnarráð íslands mér meðmælabréf og hefir það orðið mér að miklu liði. Án þess mnndi mér hafa orðið erfitt að fá upplýsingar, sem eg þóttist þurfa. En það hefir mátt heita svo, að það hafi opnað mér allar dyr, að einum þó undanteknum, og mun eg koma siðar að því. Meðan eg var í Gloucester gekk eg á hverjum degi á fiskiverkunar plássin og um slarfshúsin og spurði og spurði í þaula um alt, sem mér kom til hugar, viðkomandi fiski- verkuninni, sölunni, umbúðunum og kostnaðinum við verkunina. Var mér al- staðar sýnd hin mesta velvild og ofl vöktu menn athygli mína á ýmsu, sem eg hafði ekki vit á að spyrja um. Aðferðin var hjá öllum hin sama, að eins nokkru fullkomnari áhöld hjá ein- um en öðrum. Þannig hafði ekki Booths Fisheries Company inc. neina vél til að mala fisk með heldur varð að koma þesskonar fiski til mölunar i verksmiðju alllangt í burtu. Aftur höfðu þeir Coston- Pew & Co öll áhöld, sem á þurfti að halda, og létu slá alla kassa saman i sínum eigin húsum, en það gerðu fæstir hinna, heldur keyptu þeir kassana af kassaverksmiðju þar á staðnum. Eg ætla nú í fám orðum að lýsa með- ferðinni á fiskinum, frá því hann er veiddur og til þess hann kemur á mark- aðinn. Sé fiskurinn veiddur á báta, sem koma að landi daglega, er hann keyptur með höfði og hala, og flaltur á sama hátt og vér gerum og sömuleiðis saltaður á sama hátt. Eigi blóðga fiskimenn fiskinn þegar hann kemur úr sjónum og er það £igi af því að slikt þyki betra, heldur er þetta gömul venja, sem ekki hefir tekist að afnema. Þó viðurkendu menn að slikt spilti útliti fisksins. Þegar fiskurinn hefir legið i salti um eða yfir 14 daga, er hann pækilsaltaður, og þegar hann hefir legið nokkra daga í saltpækli er hann tekinn upp og einhver málamjmdar þvott- ur hafður á honum. Hefði mér ekki ver- ið sagt að hann væri þveginn, þá hefði eg af útliti hans álitið að hann hefði alls ekki verið þveginn. Siðan er fiskurinn þurkaður í einn dag, eða sem þvi svar- ar. Þá er hann fíeginn og dálkurinn rif- i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.