Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 9
ÆGIR 45 urinn til að frelsa menn i fullu fjöri frá dauða, og þar sem um fyrirvinnu er að ræða, koma í veg fyrir eymd og máske sjúkdóma, sem afleiðingar þess að fyr- irvinna féll frá. Bæði spítali og björgun- arskip eru iilraunastojnanir. Þekking er sameiginleg, hún verður að vera í fylsta mæli á báðum stöðunum. Landið ælti að eiga skipið, en sjóður styrkja úthaldið. — Óskandi væri nú að fleiri vildu taka til máls um þetta atriði, það verður að vera áhugamál þess lands, sem stendur og fellur með útgerðinni og þeim mönn- um, sem þá hættulegu atvinnu reka. Geti Norðmenn siglt »Colin Archers« skipum sínum, sér og landi sínu til frægðar, trúi eg aldrei að við eigi gætum það einnig, en það verður að lærast, þar má ekkert heita, að það slarkist af. Þess vegna yrði landið að styrkja tvo menn minst tíl að lœra og lœra vel, aðferðir á samskonar skipum, sem á næstu árum yrðu hér björgunarskip. — Rvík 21. marz 1918. Sveinbjörn Egilson. 9 Skýrsla til fiskijélags jslanðs. New-York 16. janúar 1918. Svo sem stjórn Fiskifélagsins er kunn- ugt, fór eg til Vesturheims með s/s »Gull- fossi« 24. okt. f. á. Til New-York kom eg 9. nóv. og dvaldi þar til 4. des. Þann tíma sem eg dvaldi í New-York notaði eg til að kynna mér til hverra helzt væri að snúa sér um upplýsingar í hverju efni. Samtímis skrif- aði eg mönnum f Gloucester, sem eg sumpart þekti og sem mér sumpart hafði verið bent á. Eins og eg gat um í bréfi minu til Fiskifélagsins í nóv. (sem eg reyndar ekki veit hvort það hefir fengið, þar sem eg ekki hefi fengið neitt bréf frá félaginu til þessa dags) varð eg þess þegar áskynja, að Ameriskum kaupsýslu- mönnum er allumhugað um að viðskipti haldist milli íslands og Ameríku eftir að ófriðnum léttir af, og að þeim var það fulljóst, að slíkt gæti því að eins átt sér stað, að við gætum selt framleiðslu okk- ar hér, svo að skipin þyrfti eigi að sigla tóm aðra leiðina. Eg benti þá á einn möguleika, sem sé þann, að hafa New- York eða einhvern annan bæ í Banda- rikjunum sem millistöð á leiðinni frá Argentínu. Eg fer því eigi fleiri orðum um þann veg að þessu sinni. Eg vil þegar taka það fram, að afar- erfitt er að geta sér til hvernig ástandið verði hér í Vesturheimi að ófriðnum loknum. Nú sem stendar er mjög mikill skort- ur á öllum fiski og þó einkum á sfld. Hefir ferskur fiskur komist hér í svo afskaplegt verð að slíks eru engin dæmi, langt á aðra krónu enskt pnnd. Saltfisk- ur (Klipfisk) er þó ekki í neinu geysi verði, enda var sala á honum til Cuba farin fram áður en þessi mikli fiskiskort- ur varð fyrirsjáenlegur, en hann stafar aftur af fólksfæð og skipaskorti. Verðið mun naumast hafa farið fram úr $ 17 pr. 112 ensk pund. Saltfiskur blautur var rétt fyrir jólin keyptur á 12,50—14,50 cwt. og var allmikil eftirspurn. íslenzk síld er ófáanleg og mjög mikil eftirspurn eftir henni. Er nú sagt, að enska stjórn- in hafi selt hingað sild þá, er hún keypti heima á íslandi og leikur enginn efi á að hún hefir selt hana með miklum hag, líklega um eða yfir $ 40 pr. tunnu. Þá var og mjög mikil eftirspurn eftir sölt- uðu heilagfiski (flökum), en sú vara er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.