Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR 47 ínn úr og uggar allir teknir burtu. Þetta gera karlmenn, en svo taka stúlkurnar við og reita smábeinin úr með dálítið einkennilegum töngum. Voru stúlkurnar serið handhraðar að þessu verki. Nú byrjar innpökkunin á fiskinum og er hún afar margbreytileg, eftir því hvaða tegund (Brand) að fiskurinn á að verða. Sú allra einfaldasta er það, að þegar að búið er að flá fiskinn og taka burtu dálk °g ugga, þá er skorin burtu þríhyrna úr kviðnum þar sem hann kemur saman við hnakkann. Er það stykki, eins og menn vita, mjög smábeinótt. Að því búnu er fiskinum »rúllað« saman og hann fergður i kassa, sem innihalda frá 20—50 lbs. Kassinn er fóðraður að inn- an með smjörpappír og er svo ávalt, hverjar sem umbúðirnar eru að smjör- pappir er ávalt næst fiskinum. Iíassar þessir eru að eins brennimerktir með firmanafni og tegundarheiti (Brand). Líta þeir eigi ósvipað út og smjörlíkiskassar. Bitar þeir, sem skornir eru úr þunn- ildunum, svo sem að framan segir, eru ásamt sámbitum af fiski, sem ávalt verða talsverðir við fláttinn og þegar dálkur- inn er rifinn burtu, látnir í mölunarvél- ina og koma úr henni sem fiskmjöl. Eru þá beinin orðin möluð með fiskinum og sér þeirra engan stað. Þetta mjöl er lát- ið í litla pakka úr stinnum pappa og er ákveðin vigt í hverjum pakka c. 225 gr. Siðan eru límdar »etikettur« á þessa pakka og þá eru þeir tilbúnir til sölu. ^etta fiskmjöl er haft í fiskisnúða og ýmsan þann mat, sem vér höfum »fiski- fars« i. Mun innihald hvers pakka nægja «1 fiskréttar handa 4—5 mönnum og er fijótt til þessa að taka, og þykir slíkt mikill kostur. Þess skal getið í eitt skipti fyrir öll, að yfir flestar fisktegundirnar (Brands) er sáð hvitu dufti, sem er mestmegis borð- salt, er það meðal annars gert til þess að fiskurinn verði hvítari að útliti, en einnig til að verja hann skemdum. Kváðu þeir þetta lítinn kostnaðauka. Hinn fisk- urinn, sem öll smábein eru reitt úr er pakkaður í smákassa á stærð við griffla- stokka og með renniloki eins og þeir. Á þessa stokka eru lírndir miðar með firma- nafni og tegundarheiti. Þá er enn sú að- ferð að pakka fiskinn í pakka (böggla) með misjafnri vigt, naumast yfir 2 lbs, einna tiðast 1 lb. Er þá bundið með bómullargarni um báða enda pakkans, þá kemur smjörpappírinn og svo yzt skrautlegir miðar með firmanafni og teg- undarheiti. Líta þessir pakkar mjög líkt út og sjókóladepakkar, sem eru í falleg- um umbúðum, enda er þetta dýrasti og vandaðasti fiskurinn. Ressir pakkar og sömuleiðis smákassarnir eru svo látnir í stóra kassa, og þá er fiskurinn tilbúinn til að sendast með lestunum vestur i álfu og þá einkum til Chicago. Um það leyti sem eg var í Gloucester var verð á þessum fiski i 20 lbs. kössum 18 c. pr. lbs. í stórkaupum á staðnum í Gloucester. I smærri umbúðum nokkru dýrari. Kassi utan um 20 lbs. sögðu þeir að kostaði um 18 c. eða sem næst 5°/° af innihaldi, og líkt væri hlutfallið á öðrum umbúðum. Flest stærri f}rrirtæki hér eru félags- eignir (corporations), og að þvi er fislc- verzlunina snertir hafa þau sína eigin umboðsmenn í Chicago, og sum þeirra hafa þar beinlínis heimili t. d. Booths Fisheries Co inc., sem fyr var nefnt. Er stundum erfitt að ná á aðalmenn- ina í slíkum samsteypum. Eg spurði Mr. Thomas J. Cassol, sem veitir forstöðu fiskisöludeild þeirra Cost- on Pew & Co, hvaða vei-ð hann mundi vilja gefa, ef vér hefðum eins verkaðan fisk á boðstólum í New-York eða Bost-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.