Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 18
51 ÆGIR Áhrif árstíðanna á líf nytsemdarfiska vorra. Eftir Bjarna Sæmunðsson. 1. Hrygningin og uppvöxtur seiðanna. Nú liður að þvi að nytsemdarfiskar vorir fari alment að hrygna. Hrygningar- timi margra þeirra er, að svo miklu leyti sem það er kunnugt, einmitt mánuðirn- ir marz, april og mai, og var það hugs- un min, að gefa hér nokkura skýringu á þvi, hvers vegna hrygningin fer sérstak- lega fram á þessum tíma ársins. Öllum er kunnugt um það, að vorið er íjölgunartími landdýranna, ekki að eins hinna viltu, heldur einnig sumra hinna tömdu — sauðkinda og hrossa —. Að vorinu gýtur tóan, kæpir landselur- inn og verpa fuglarnir, og það er ekki eintóm tilviljun, heldur er það bein nátt- úrunauðsyn. Þá fer hin hlýja árstíð í hönd, svo að hinu óharðnaða, viðkvæma ungviði er síður sú hætta búin, sem get- ur stafað af kuldunum. Þá vaxa græn grös og þá fara skordýrin, sem lágu i vetrardvala á hreik og verður foreldr- unum auðveldara að aíla sér og sínum ósjálfbjarga afkvæmum fæðu — og af- kvæmin, einkum fuglanna, eru oft mjög matarfrek —, og þegar svo aftcvæmin sjálf eru komin á legg um það leyti, sem heitasli tími ársins fer i hönd, þá veitir þeim auðveldara en ella mundi að hafa ofan af fyrir sér sjálf, og ná þeim bráða þroska, sem er nauðsynlegur, þeg- a'r þau eiga að mæta næsta, og sínum fyrsta, vetri, óstudd af foreldrunum, sem þá að jafnaði hafa slept af þeim hend- inni og lofa þeim að spila upp á eigin spýtur. Svona er það á landi: hinar ungu skepnur koma í heiminn á allra hentug- asta tima til þess að geta náð þeim mikla þroska, sem er nauðsynlegur, til þess að geta mætt erfiðleikum fyrsta vetrarins, eða flúið undan þeim af landi burt (farfuglarnir). Þeir sem ekki ná þeim þroska, hljóta að liða undir lok. Svipað þessu er það nú i sjónum; þar er einnig munur á hita eftir árstiðum, þó að sá munur sé ekki eins mikill og á landi. Sjórinn hitnar á sumrin bæði af beinum áhrifum sólarhitans á yflr- borðið, af auknum lofthita og af straum- um, sem magnast með vaxandi hita. En þegar sólargangurinn fer að styttast að mun og sólin að lækka á lofti, fara hin nefndu áhrif þverrandi og hitinn i sjón- um lilca. Köldu straumarnir magnast og yfirborðshitinn getur 1 langvinnum kuld- um komist niður i 0°. Lægstur er hitinn hér i sjó, í yfirborðinu að minsta kosti (um hitann niðri i djúpinu vita menn ennlítið), i janúar—marz, fer svo að stiga i april, verður hæstur i júlí—september og lækkar svo i október—desember (sbr. siðar), Nú er spurningin, hvort þessar hita- breytingar i sjónum hafi þau áhrif á líf fiskanna, einkum ungviðisins, að fjölg- unartimi (got- eða hrygningartimi) þeirra ákvarðist af þeim eða ekki. En áður en henni er svarað, verður að minnast dá- litið á sjálfa hrj'gninguna, eggin (hrogn- in) og hin nýklöktu seiði og viðurværi þeirra. Egg allra vorra sjávarfiska, nema brjósk- fískanna (háfa og skötu), eru mjög smá (1—6 mm. i þvermál) og glæ, stundum með örsmáum fitudropum i blómanum, og hafa i sér mjög litla næringu (ólik hinum stóru eggjum fuglanna, sem eru svo afar næringarrík). Nokkurir vorra mestu nytsemdarfiska gjóta þeim við sjávarbotninn og festa þau, samanlímd í kekki eða kökur, s. n. hrognabú, ásjálf-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.