Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR 43 Bjargráðaskip. Hugmyndin um bjargráðaskip hér við land er farin að fá talsverðan byr, en framkvæmdir litlar enn þá. Timar þeir, sem við nú lifum á, eru svo örðugir og alvarlegir, að varla má vænta mikilla framkvæmda, einkum þar sem um mik- il fjárframlög er að ræða, til fyrirtækis, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefir ekkert áhugamál verið, þeirra, er mest gagnið mundu af fyrirtækinu hafa. Eftir ferð erindreka Fisklfélagsins um Suðurnes í vetur, fer hugmyndin fyrst eftir 3 ár, að um þetta mál var ritað í Ægi að fá góðar undirtektir, þ. e. menn finna nú til þess, að eitthvað vantar, sem treysta má, þegar bátar af hinum og þessum ástæðum þurfa aðstoðar á sjón- um, eða að bjarga verður mönnum úr bersýnilegum voða. Vilji manna og áhugi fyrir þessu máli, þeirra manna, sem mestan áhuga áttu að sýna er einkum auðsær á þvi, að enginn hefir um það ritað og sýna þó ýmsar ritgerðir eftir menn er stnnda sjó, að þeir eru eigi síður pennafærir en aðrir. Getur skeð, að eg sem ritstjóri timarits Fiskifélagsins og um leið mál- gagns sjómannastéttarinnar, hefði átt að rita miklu meira um þetta mál. Eftir ýmsum frétium hafði eg nóg efni og hef, en þær eru varla það ábyggilegar og réttar þegar þær hafa borist langar leið- ir, að með þær sé farandi i riti, en þeir, sem horfa á slysin og þekkja öll atvik, Þeir ættu að rila um þau, til þess að sýna öllum landsmönnum liina brýnu þörf á einhverju, hverju nafni sem nefn- ist til að afstýra þeim slysum, sem eru fieiri en almenningur veit um. Á Suður- nesjum, er það almennur vilji, að til- raun sé gerð að láta mótorbát hafa gæt- ur á fiskibátunum á vertíðinni, og efa- laust kæmi slikt að einhverjum notum, en slikur bátur mætti enginn gallagripur vera og fá dutlunga, þegar mest riði á, svo að hann þyrfti hjálpar við, þegar liann ætti eftir ætlunarverki sínu að hjálpa öðrum. í Noregi hafa björgunarskip þau lengi verið notuð, sem kend eru við mann þann er f)'rstur smíðaði skip með þvi lagi, og er það Colin Archer. Þau nota að eins segl, eru i höfn þegar gott veður er, en hvessi hann fara þau út. Skip þessi eru nú heimsfræg og skipshafnir sumar þeirra þektar um endilangan Nor- eg fyrir framúrskarandi dugnað. Þeir sem á þessum björgunarskipum eru æfast að eins við það starf, þvij þar þarf kunn- áttu, áræði og lag, þeir hafa fast kaup, sem þó ekki er hátt, en það kaup held- ur áfram þegar þeir verða að hætta sak- ir elli eða vanheilsu, þeir fara frá með fullum eftirlaunum. Það sýnir bezt, hverja hugmynd Norðmenn hafa um starfið. Þar er ekki ein vikan á börgunarskipinu önnur á mótorbát á fiskiveiðum, og hin þriðja háseti á strandferðaskipi. — Þurfi nokkurstaðar að kunna verk til hlýtar, þá er það á björgunarskipi, og tilfinning þeirra, sem það verk inna af hendi og gera það að lífsstarfi sínu, verður alt öðruvísi en hjá þeim, sem hlaupa í þetta endrum og sinnum. Rað er verið að bjarga ekki að eins þeim, sem liður illa og eru í nauðum staddir á sjónum, held- ur einnig heilum fjölskyldum frá eymd og hruni. Það er margt í húfi þegar björgunin mishepnast. Hugmyndin hér er sú, þegar framlíða stundir, fari ekki styrjöldin svo með oss, að allir komist á vonarvöl, að þá verði reynt að fá hingað björgunarskip, mynd- arlegt gufuskip, þannig útbúið, að það svari tilganginum. t*að skip ætti landið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.