Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 23
ÆGIR 59 sem tiltækilegast og mest þörf væri á að kyggia fiskihaínir. Eg fyrir milt leyti, er ekki i neinum vafa um, að einn með fyrstu stöðum sem á að rannsaka og byggja á góða fiski- höfn, er einhversstaðar á áður nefndu svæði (Austurhorn — Hornafjörður) sem yrði þá aðallega fiskihöfn fyrir Ausfirð- inga, svo þeir geti notað vetrarvertíðina, sem þeir eru algerlega útilokaðir frá eins og nú stendur á.' Það er alveg óbærilegt að allur mótorbátaflotinn hér eystra, eða niest allur, skuli standa á landi aðgerða- laus 7 mánuði af árinu, og þar með niörg hundruð manna atvinnulausir ein- nntt á þeim tíma, sem ódýrast og bezt er ná i fiskinn, ef góðar hafnir væru lil, sem næst þeim stöðum sem flskurgeng- ur á, á vetrin og vorin. Hvað mikið mætti auka framleiðsluna á fiski með hafnarbyggingu hér eystra er ekki gott að segja með vissu, en álit mitt er það, að sjálfsagt mætti tvöfalda framleiðsluna, að minsta kosti, og ef nú er framleiddur fiskur hér á Austfjörðum fyrir 2 miljónir þá er hér ekki um neitt smáræði að ræða. Það er svo, að landssjóður yrði ekki lengi að fá endurgoldinn byggingar- kostnað hafnarinnar, beinlínis með aukn- um tekjum af aukinni framleiðslu, og svo yrði óbeinn hagnaður landsbúa ekki svo litill. Með þetta fyrir augum, vona eg að allir sjái, að þörfin á höfn hér eystra, er afai’brýn, og vonandi að landsstjórnin hafi opin augun fyrir þessu, og komi þessu máli sem fyrst i framkvæmd. Þá er að velja staðinn. Eg hefi haldið því fram, að liöfnin sé hverji betur sett en einhvei'sstaðar við Lónsvikina, því engin efl er á því, að það er fiskisælasti staðurinn með suð-austurströnd landsins siðari part vetrar og alt franr í mailok, og þá vei’ð eg eins og aðrir að halda fram Hvalneskrók sem heppilegustum stað fyrir fiskihöfn, Þar er hreinast úli fyrir og aðdýpst. Þar er ágætt aðstöðu á landi, og fyrir ofan ki'ókinn er stórt lón eða fjörður, svo kallaður Lónsfjörðui', sem er aðskilinn frá króknum með kring- um 150 rnetra breiðum, malar- og sand- kambi, og þar mundi að líkindum vera hægt að gei-a höfn með því að grafa í sundur fjörukambinn, og gera bátgengan skurð úr króknum og inn í lónið. Hvalnesskrókur er ekki stór. Tanginn að austan sem myndar krókinn er um 280 til 300 metra langur, og þeim megin eru klappir og aðdjúpt svo að leggja má stórum mótorbátum alveg að klöppun- um, fyi'ir botni og að vestan er fjara, sandur og smámöl, og myndar dálítil eyri krókinn að vestan; við fjöruna er mjög aðdjúpt. Við tangaoddan er 12 metra dýpi, en alveg inn í botni á ki'ókn- um er 7—8 metra dýpi. Fjöruborðið er 4—6 fet. Á landi er gott byggingarpláss, og bryggjur þurfa mjög stuttar þar sem svona er aðdjúpt. Sunnan og suðvestan eru þær einu áttir sem standa beint inn á krókinn. fyi'ir öðrum áttam er þar skjól. Þessa lýsingu hefi eg eftir manni sem býr þarna nálægt, og rær til fiskjar úr króknum á vetrin. Þessi höfn sem byggja þyrfti, ef að fullu gagni ætti að koma fyrir Austfirð- inga, yrði að vera það stór, að þar gætu að minsta kosti haldið til 60—80 stærri og minni mótorbátar á vertíðinni og einnig þyrftu stærri skip að geta ferrnt og affermt þar líka. Eg vona að Fiskifélagið leggi kapp á að hrinda þessu máli áfrarn, sem alli'a fyrst, og það geri sitt til að hlutast til um við landsstjói'nina, að hún láti hafn- vei'kfræðing sinn rannsaka nefnt hafna- arstæði á næsta sumri, og gera áætlun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.