Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1918, Blaðsíða 12
48 ÆGIR on. Hann kvað þá fúsa til að kaupa salt- aðan fisk t. d. úr stafla í skipi, en vildi ekki segja neitt ákveðið um verð á pökkuðum fiski. Kvað þá helzt vilja pakka hann sjálfa. Eg hefi áður getið um verð á saltfiski um jólaleytið, en eitthvað hefir það hækkað síðan. Eins og gefur að skilja verður geysi- mikið aííall af fiskinum þegar hann er íleginn, svo sem öll roð og uggar og öll stærri bein, sem ekki eru möluð i fiski- mjöl. Alt þetta aftall er selt verksmiðju einni í Gloucester, sem býr til úr því lím (glue) og áburð úr soranum. Þegar eg var i Gloucester gaf verksmiðian 41/* cents fyrir lb. af þessu drasli og sótti það sjálf i vinnuhúsin. Er þetta drasl æði þungt í vigt þvi mikið af salldusti er i þvi. Vesksmiðjan er i West-Gloucester eða þó öllu heldur mitt á milli Gloucester og West-Gloucester, og þangað viðlíka kipp- ur og inn í Laugar eða máske litlu lengra. Verksmiðja þessi hefir nú starfað i 15 ár og liefir gefið óvenjumikinn hagnað. að þvi er mér var sagt. Eg fór þangað einn daginn og var þar meiri liluta dags. Mætti eg hvergi alúð- legri viðtökum en þar. Lét forstöðumað- urinn mann fara með mér um alla verk- smiðjuna, og var sá maður mjög vin- gjarnlegur og gerði sér far um að vekja athygli mina á þvi, sem honum virtist mér hafa yfirsést að spyrja uin. f*egar eg hafði skoðað verksmiðju þessa svo sem mig lysti, átti eg tal við for- stöðumanninn af nýju. Sagði hann, að ef vér hugsuðum til að búa fisk út á sama liátt og Ameríknmenn, þá væri oss nauð- syn að fá verksmiðju sem gerði verð úr roðum og beinum, því það væri stórfé sem fiskisalarnir fengi fyrir þetta drasl, og þó hefði verksmiðjan ávalt grætt mik- ið fé frá byrjun. Kvaðst hann mundi fús til að koma slíku fyrirtæki á fót hér heima, hvort heldur i félagi með mönn- um þar eða á eigin kostnað, ef sér litist að öðru leyti á tilveruskilyrðin. Eg vil nú taka það fram, að þólt eg gerði mér alt far um að kynnast þessu öllu saman, þá mundi eg þó eigi trejrsta mér til að hafa verkstjórn, þótt um slíkt væri að ræða. Eg sá þetta þegar og spurði þvi, hvort eigi mundi hægt að fá vinnu fyrír menn að heiman við þessi störf, með það fyrir augum að þeir gæti lært starfið, og ef tilkæmi haft verkstjórn heima. Þeir, sem eg spurði um þetta kváðu ‘ekkert því til fyrirstöðu, enda hefði Jap- anar nú árum saman haft menn þar til að læra alla meðferð á fiskinum. Kváðu þeir sér enga launung á þessari aðferð, og væri á engan hátt mótfallnir að aðrir lærði hana einnig. Ef þvi íslendingar hugsuðu til að taka upp þessa aðferð, ætti að koma 2—3 mönnum íyrir í vinnu hjá þessum firm- um og virðist, sem hægt ætti að vera að fá menn til þess, ef far þeirra væri kost- að tram og aftur og þeim trygð sæmileg staða sem verkstjórum heima, eftir að þeir væri búnir að læra aðferðina til fullnustu. Mundi mér veita auðvelt að útvega mönnunum allsæmilega atvinnu, svo að þeir þyrfti engu til að kosta. Eitt at því, sem verið hefir áhugamál Fiskifélags íslands, er að fá allar upp- lýsingar um tilbúnað veiðarfæra. Hefir það gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá þessar upplýsingar, en er enn jafnnær i þvi efni. Eg hafði nú áselt mér að gera hvað eg gæti til að afla þessara upplýsinga. Mér var kunnugt um áður en eg kom til Gloucester að þar var verksmiðja, sem starfaði í þessa átt. Reyndar gat nafn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.