Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1922, Page 3

Ægir - 01.04.1922, Page 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 15. árg. Reykjavík, Apríl — Mai 1922. Þakklœli tnitt innilegt bið eg Ægi hérmeö að flgtja Fiskifélagi íslands, (Fiskiþinginu síðasta, fjórðungsþingum og einstökum deildum) fgrir þann sœmdar- og viðurkenningar- vott, er það hefir sýnt mér í minningu 25 ára starfs míns við fiskirannsóknir. Óska ég þess jafnframt af heilum hug, að félagið megi verða fiskiveiðum lands- ins öflug Igftistöng til alskonar framfara og fiskimannastétt vorri öruggur leiðtogi til gœfu og gengis á sjó og landi. Reykjavik, 1. april 1922. Bjarni Sœmundsson. Aflaskýrslur. Um nauðsyn þá, sem flestum ætti að vera ljós að fá heildaryfirlit yfir afla þann, sem á land kemur, hefir áður ver- ið ritað í Ægi, en lítill gaumur gefinn. Mál þetta er þó þess vert, að það kom- ist í framkvæmd og því fyr sem það verður, þvi betra. Fiskiþingið síðasta hafði þetta til með- ferðar og á því var samþykt að verja mætti alt að 4000 krónum, til þess að safna aflaskýrslum þetta ár og reyna að fá þær úr öllum veiðistöðum landsins. Lög eru fyrir því, að aflaskýrslum beri að safna, en reglugerð um hvernig safna skuli, er ósamin enn, en áður langt líð- ur, mun hún verða gefin út og send um land alt, þangað sem hún á erindi. JJlr. 4-5. Erindrekum Fiskifélagsins hefir verið falið að safna þessum skýrslum og senda þær skrifstofu félagsins hálfsmánaðarlega, sé þess kostur, þann tíma, sem fiskiveið- ar eru stundaðar í þeirra uindæmum. Tilætlast er, að þeir útvegi menn í veiðistöðum, til þess að skrifa upp afla- brögð (uppgefið í stykkjum eða kilo), og að þessir menn, sendi erindrekum skýrslu um þau, sem svo senda skrifstofunni aðalútkomuna. Vonandi verður þessi tilraun byrjun til þess, að aflaskýrslur verði nákvæmar er fram í sækir, því ekki má búast við, að alt verði fullkomið á einu ári, og þetta má því kalla undirbúning til þess að fá þessa söfnun í fasl form, og alt mælir með því, að nákvæmar aflaskýrslur fáist og séu á öllum tímum til, þar sem þær eiga að vera. Auk þess, sem það sýnir trassaskap að geta aldrei svarað fyrirspurnum um afla þann er á land er kominn, þegar erlend- ir viðskiftamenn, hvort heldur fiskkaup- menn eða bankar spyrja, þá er þessi óvissa beinlínis hættuleg og getur að ýmsu leyti haft áhrif á fiskverðið. Yfir- matsmennirnir benda í skýrslu sinni, sem birt var ísíðasta tbl. Ægis á þetta og geta þess, að eitt af þvi, sem kaup- menn á Spáni kvörtuðu yfir viðvíkjandi viðskiftunum væri það, að ekki væri hægt að fá sannar upplýsingar um afla og útflutning frá íslandi eins og frá öðr- um löndum; héldu kaupmenn því fram, að ef skýrslur um aflabrögð kæmu út mánaðarlega, mundi verða auðveldara

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.