Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1922, Qupperneq 7

Ægir - 01.04.1922, Qupperneq 7
ÆGIR 41 svaeði er mest 22—27 m. og voru svo settar ýmsar reglur fyrir því, hve stór skip mættu veiða þar, og hve lengi ár hvert. Ástæðan fyrir því að friða þetta svæði öðrum fremur, var sú, að það er eitt mesta uppvaxtarsvæði skarkolans í Norðursjó; og það hefir einmitt borið mest á fækkuninni á þessum fiski, enda er hann einn allra eftirsóttasti og arð- samasti fiskur þessa sjávar. Þessi tillaga var mjög merkileg vegna þess, að hún er fyrsta tillagan i þá átt, að fá fisk verndaðan fyrir ofveiði með samþjóðalögum, bygðum á ýtarlegri rann- sóknasamvinnu. En því miður náði til- laga þessi ekki fram að ganga, vegna þess að á ráðsamkomunni í Höfn komu svo sterk mótmæli frá enskum útgerðar- mönnum til fulltrúanna bretsku, að ráðið sá sjer ekki fært að halda málinu til streitu.1) Þegar þessu máli reiddi nú svona aí var gerð önnur uppástunga í þá átt, að auka skarkolaafla i Norðursjó, og hún var sú, að láta veiða mergð af skarkola- seiðum inni við strendur Norðursjávar, þar sem þau væru auðfengnust og flytja þau út á Dogger Ðank, hið víðáttumikla og 20—40 m. djúpa kolamið (»Svið«) Norðursjávar, en þar eiga þau, sam- kvæmt undanfenginni reynslu að vaxa miklu (tvisvar þrisvar sinnum) hraðara, en inni við lönd, þar sem fæða er minni. Þessarar reynslu hafði Sjólíífræðisfélagið 1) Stjórn Fiskifélagsins fylgdist með þessu máli frá byrjun og sá aö afdrif þess gætu haft nokkra þýðingu fyrir oss, aö þvi leyti, sem það gæti orðið byrjun til þess að tala mætti um alþjóðafriðun á sumum svæðum hér við land, t. h. Faxflóa-grunnmiðunum, ef það næði fram að ganga. Var höfundi þessarar greinar falið að leita upplýsinga og álits hjá Dr. Joh. Schmidt um gang málsins og er árangurinn birtur í skýrslu félagsins 1921. bretska (Marine Biological Association) aflað sjer með rannsóknum (kolamerk- ingum) á undanförnum árura. Þessi uppástunga fekk góðan byr hjá öllu ráðinu og tóku Bretar að sjer að gera fyrstu tilraunina: að láta veiða 1 miljón seiða og setja þau út á Dogger Bank. Þetta átti að gerast i vetur. Átti að veiða seiðin með hinni nú svo mjög um töluðu dönsku kolavörpu (Snurre- vaad) og flytja siðan seiðin út á bank- ann i brunnskútum; var ætlast til að hver skúta gæti tekið 20,000 lifandi seiði; það yrðu þá 50 »skútur« og áætlað, að hver ferð kostaði um 100 pd. strl., alls 5000 pd. Svo átti að vera sjerstakt skip til umsjónar við alt verkið, svo allur kostnaðurinn var áætlaður um 6000 pd. Svo er vist hugsunin að merkja nokkuð af þessum »útsettu« seiðum til þess að auðið verði að sjá, hvaða árangur þetta hefir; en ógerningur verður það, kostn- aðarins vegna, að merkja öll seiðin, en þó væri óneitanlega æskilegast, því að án þess verður erfitt að sjá glögt, hvort væntanlegur góður árangur verður ein- göngu þessari tilraun að þakka, eða önnur utanaðkomandi áhrif kunni að vera meðverkandi. Það verður fróðlegt að heyra, hvernig þessi tilraun gefst. Gangi hún vel og sýni góðan árangur, má ganga að því visu, að þessu verði haldið áfram í miklu meiri mæli og þá sennilega á fleiri stöðum. Það er engin nýjung þetta, að taka ungan fisk, sem ekki getur þrifist, afþvi að »haglendið« er lélegt, fæðan af skorn- um skamti og flytja hann þangað sem betra er. Það hefir nú verið gert síðasta áratug í sivaxandi mæli i Limafirðinum á Jótlandi. Hinn írægi forstöðumaður Sjólífrannsóknastöðvarinnar dönsku, Dr. C, G. J. Petersen tók eftir því nú laust eftir aldamótin siðustu, að kolaseiði, sem

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.