Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1922, Side 8

Ægir - 01.04.1922, Side 8
42 ÆGIR vaxa upp í vestasta flóa Limafjarðar, dafna miklu ver en þau sem komast inní eystri ílóana, (fjörðurinn er mjög misbreiður með »flóum« og sundum, eins og sjá má á hverju Danmerkur- korti). Datt honum þá í hug að þetta mundi stafa af mismunandi fæðugnægð í þessum flóum. Tók hann sig þá til og fór að rannsaka, hver íæða kolanna var, og hve mikið væri af henni á hvoru svæði og fann upp til þess einskonar botnsköfu (Bundhenter), sem getur tekið upp efsta lag botnsins, af tilteknu svæði, með þeim smádýrum, ormum og skel- dýrum, sem eru aðalfæða kolans; þar með fekk hann að vita, hve mikil fæða var á ýmsum tímum, á hverjum botn- metra i »góða« og »vonda« haglendinu. Gat hann þá með rökum sýnt fram á, að vanþrif eða smæð kolans væru ónógu viðurværi að kenna, þar sem lika seiða- mergðin er afarmikil, (þau berast utan úr Norðursjó innum ósinn við Tbyborön [Thyborönkanalen]). Rjeð hann nústjórn- inni til að láta flytja seiði úr vesturfló- anum inn á betri »haglendi«, og var brátt veitt til þess fé. Varð árangurinn af þessu svo arðvænlegur, að nú er farið að flytja seiði i stórum stýl á ýmsa þá staði, sem fiskimenn æskja þess, að undangeng- inni rannsókn á fæðumagni (Bonitering) botnsins. Er þetta kostað að mestu leyti af ríkinu, en einstök fiskifélög leggja til nokkurn skerf. Eitt ár var plantað út l1/^ milljón seiða og var kostnaðurinn nál. 22000 kr., en eftir eins sumars dvöl í nýja haglendinu var hinn flutti koli metinn um 150,000 kr. virði. Þess mun eflaust langt að bíða, að vér íslendingar þurfum að fara að flytja fiskiseiði i þeim tilgangi, sem hér hefir verið greint frá. Skarkolann er oss enn ekki svo ant um, þó að hann sé verð- mætasti botnvörpufiskurinn (ísaður), og sá fiskur, sem best mun ganga að veiða i »Snurrevaad«, enda má vel vera, að öll »haglendi« hjer séu jafngóð fyrir hann; það er órannsakað enn. En um þorskseiðin, sem alast upp í köldum sjó í fjörðum norðvestan,- norðan- og aust- anlands er það vist, að þau vaxa miklu seinna en þau, sem vaxa upp i ekki of grunnum sjó við suður- og suðvestur- ströndina. Það væri því fult vit í að veiða þau og flytja úr kuldanum og sveltinu »hingað í sælunnar reit« fyrir sunnan, þegar það mætti gera með nógu litlum kostnaði. En þess verður eflaust langt að bíða enn, enda ekki brýn þörf á þvi meðan þorskmergðin er eins mikil og hún virðist vera hér ennþá. B. Sœmundsson. Nýr þokulúður. Fiskimaður í Esbjerg að nafni Lyn- skud hefir fundið upp þokulúður til þess að festa á veiðafæradufl, og mun það koma að góðu haldi, þar sem þok- ur eru tiðar. Er ætlunarverk lúðursins að benda á bólin. Um nýjársleytið var nefnd manna, sem til þessa var kjörin, að rannsaka hvernig lúðurinn reyndist og má vænta þess, að hann innan skams komi á markaðinn. Fiskverkunarnefnd sú, sem kosin var á fundi þeim sem iðnfélagið boðaði til hinn 19. febr. s.l., heldur nú fundi þrisvar í viku, i þeirri nefnd eru þeir: rafveitustjóri Steingrímur Jónsson, Jón Bergsveinsson og Þorgeir Pálsson, þ. e. einn frá Iðnfræðafélaginu, einn frá Fiski- félaginu og einn frá Útgerðarmannafélag- inu í samráði við Dr. Guðm. Finnbogason.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.