Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 12
46 ÆGIH inn, þá er verzlun þar dauðadæmd. Þess- vegna verður ítarlega að athuga hvað við í hinum ýmsu löndum þar sem von væri um góðan markað fyrir íslenzkar afurðir. íslenzki fiskurinn hefir rutt sér rúm í Kataloniu og hver veit, nema að ferð þeirra Jóns Magnússonar og Árna Gíslasonar verði til þess að víðar verði góður markaður á Spáni en nú er. Norð- menn rita um það, að það sé ekki ís- lendingum að þakka, að íslenzkur fiskur sé seljanlegur á Spáni, heldur Frökkum, sem selt hafi þar fisk, sem skútur þeirra fiskuðu hér við land og þeir hafi vanið Spánverja á að eta íslenzka fiskinn. Hvað sem því líður, þá hafa Spánverjar orðið sólgnir í hann, því 30. mars 1870 kom hingað spánska gufuskipið »Concordia« (skipstjóri Veleasco, útgerðarmaður P. Ansoategui i Bilbao) hlaðið salti, sem selt var hér, og í október 1871 flytur sama skip eða sækir hingað 2000 skpd. af verkuðum fiski, er keyptur var hér. Það skip kom bæði i Reykjavík og Hafn- arfjörð. Eftir öllu útliti á fiskur héðan góða framtíð á Spáni og í Portugal; að þvi geta allir stutt, með því að vanda verk- un og meðferð alla á fiskinum. Breyt- ingar á mati stuðla að því að koma honum i verð og á því veltur alt. t*að virðist svo, sem einstökum mönn- um lítist vel á Argentinamarkaðinn þótt ekkert sé þar í garðinn búið ennþá. Það er bent á markaðinn, en ekki á undirbún- ing, svo að markaður verði góður. Hvernig verða borgunarskilmálar með mörgu fleiru, sem útskýra þarf. Er þá meining þeirra bendinga, að menn eigi að flana út í það undirbúningslaust að senda eigur sínar það langt út í heim, að lítt mögulegt sé að leiðrétta ágreining, sem ávalt getur orðið í kaupum og sölu. Ræðismaður N. Knudtzon flutti físk sinn til Buenos Ayres í seglskipum. Það er 2—3 mán- aða ferð og þegar NA staðvindur hættir þá taka við logn, stormar, steikjandi hiti og ýmsar veðrabreytingar og tekur oft langan tíma að komast yfír um 600 sjó- mílna svæði það, sem Englendingar nefna doldrumse n við lognbeltið. Einhver verkun- araðferð gerir það, að fiskur þannig ftuttur skemmist ekki á þessari leið og þá að- ferð verða íslendingar að þekkja áður en verzlun byr jar. Norðmenn hafa ekki enn náð þvi að verka físk sinn þannig, að hann geti kept við islenzkan fisk á Spánar- markaðinum og þó hafa þeir reynt það, bæði haft þar menn og ráðunauta til leiðbeininga og athugað þeirra ráð. Við höfum engan haft til að rannsaka kröf- ur Argentinumanna og vitum ekkert hvað fiskur okkar þolir til þess óskemdur að komast þangað, þó er verið að visa á þennan markað sem Gósen væri, án alls undirbúnings frá okkar hálfu. Duglegum manni búsettum þar mætti ætla fleiri en eitt ár til þess að búa þar i haginn fyrir okkur, kynnast þeim, sem við oss vilja verzla og tryggja greiðslu fyrir þvi, sem sent er. Á því ætti að byrja. Nærlendis má oft jafua misklíð út af vörusending- um, sem ekki lika; jafnvel hefir það tek- ist suður við Miðjarðarhaf, en örðugra gæti orðið að sækja héðan mál suður í Buenos Ayres og reiða sig á argentínsk- an prókúrator. 2SÁ 1922. Svbj. E. V ertíöaraf li. t Grindavík, 2800 skpd., miðað við þurkað. í Vestmannaeyjum, 26—27 þús. skpd. þurkað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.