Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Síða 15

Ægir - 01.04.1922, Síða 15
ÆGIR 49 hvernig sem það verður, er nauðsynlegt, að legufæri séu það traust, að þau haldi skipinu á sama bletti meðan nótin er dregin að, og akkerisvindan verður að vera það öflug, að með henni sé unt að ná festum og akkeri inn — og sé lagst á djúpu, mundi varla veita af hákarlaspil- um eins og áður tíðkuðust i legum. Snurrevaadsspilið á að draga nótina að skipinu, en er ferðin ekki of lítil til þess, að nokkur von sé að fá þorsk? Botn- vörpuspilin ensku draga inn um 200 faðrna á 5 mínútum, þýzku spilin draga seinna og einkennilegt væri það, að hin æfðari þjóðin skuli draga vörpuna hrað- ara að skipi sinu, er hana á að taka upp, væri hér ekki um eitthvað áríðandi að ræða, og einnig er það kunnugt, að t*jóð- verjar afla að öllu jöfnu minna en Eng- lendingar. Botnvöipuskipstjórum okkar þykir þýzku spilin of seinvirk, og þeir hugsa að eins um að ná þorskinum, með- an verið er á saltfiskiríi. Vonandi selja íslenzku skipin, sem til Englands eru farin, afla sinn með hagn- aði, en vakandi auga verður framvegis að hafa á útliti öllu, áður en lagt er í slíkar ferðir. Danir hafa verið varaðir við kom- andi sumri og umboðsmenn þeirra hafa brýnt fyrir þeim að ganga sem snyrtileg- ast frá öllum þeim fiski, sem þeir ætla sér að selja á enska markaðinum. Um Snurrevaadsveiðar hér við land þarf ekki að ræða hér, þær munu sjálfar mæla með sér eða mót. Hér má aldrei ganga fram hjá nýjum veiðiaðferðum, heldur gjöra tilraunir, en hafa þær eins ódýrar og frekast er unt. Þegar hugmyndin að reyna hér Snurre- vaad kom hingað í haust, þá hefðu fisk- salar þessa bæjar átt að mynda með sér félagsskap og þeir hefðu átt að gjöra til- raunina, og hefðu þeir ekki verið einfærir um kostnaðinn, hefði ábyggilegast verið fyrir félög, einstaka menn eða hið opin- bera, að bjálpa þeim, þar sem þeir eru mennirnir, sem daglega selja bæjarbúum efni í máltíðir og nýr fiskur, hverrar teg- undar sem er, er seljanleg vara. Þá hefði mátt ganga úr skugga um, hvort veiða- færið næði þeirri tegundinni, þorskfiskin- um, sem bjá oss er sú fisktegund, sem áreiðanlega gefur það í aðra hönd, sé afli sæmilegur, sem lætur úthaldið bera sig. Þegar svo það var sannað, að varpan héldi þorskinum, þá var tíminn kominn fyrir þá að nota hana, sem lyst höfðu og gátu. Á meðan á tilraunum stóð, mátti ganga að því visn, að bæjarmenn væru fisklausir alla þá daga, sem nokkuð væri að veðri, því gott verður það að vera þegar veitt er með nótinni, en hefði þessi aðferð verið höfð, hefðu einstaklingar ekki lagt út í þá óvissu að eyða tima og fé, þegar mok- afli er hér hvervetna, til tilrauna, sem færa ekki útgengilegri vöru en það, að nokkuð af henni er haft til áburðar. Menn reyna að koma kolanum út, sem er aðalhluti aflans, með því að selja hann á götunum, en þar mæta þeir samkeppni fisksalanna og ofmikið berst á markaðinn, og þá er hér sama stigi náð og við heyrum frá út- löndum oft og einatt, að vara sé óseljan- leg vegna þess, hve mikið berist að af henni. Norðmenn hafa frétt um sildarlorfur við Spitzbergen og Bjarnarey. Ekki fer þangað heill floti fyrsta árið, heldur að eins eitt skip, til þess að menn gangi úr skugga um, hvernig sildin hagi sér, áður frekara er aðgjört og til þeirrar ferðar veitir ríkið 35 þúsund krónur. Eftir áliti þeirra, er ferð þá fara, verður framkvæmdum hagað. Það eru enn sem komið er engin lög, sem banna Snurrevaad í landhelgi, en yrði sú veiði almenn hér á bátamiðum, mundu þau lög brátt ganga i gildi, að nótin væri

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.