Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 18
52 ÆGIR að fá einkaréttindi yfir öllum heimskauta- löndunum. »The Corporation of Hull« sendi bænaskrá til Englakonungs og veitti konungur þvi umráðarétt yfir Jan Mayen árið 1817. Samt sem áður héldu bæði Englendingar og Hollendingar áfram að stunda veiðar þar og gekk svo alt fram að 1840. Hafa þeir sennilega skift eynni á milli sín, þannig að Englendingar hafa fengið eystri blutann en Hollendingar þann vestri. Á þetta benda ýmsar leifar, sem íundist hafa norður þar. Meðal enskra hvalveiðamanna má í þessu sambandi nefna Scoresby, sem i ágætu riti sínu »Skýrsla um Norður- heimaskautalöndin«, hefir látið eftir sig mikilsverðar heimildir, auk lýsingarinnar á hvalveiðunum. Lýsing bókar þessarar .Tan Mayen er með afbrigðum ljós og nákvæm. Vegna hinna ágætu veiða höfðu Hollendingar afráðið að koma upp fastri verstöð á Jan Mayen. Til þess að rann- saka skilyrðin fyrir þessu skyldu þeir eftir 7 menn eitt haustið og áttu þeir að dvelja þar um veturinn. Þegar veiði- menn komu aftur um vorið, fundu þeir alla vetursetumennina dauða í hreysi sínu. — Þeir höfðu — eftir dagbókinni að dæma — látist af skyrbjúg í lok apríl og byrjun maí um vorið. Dagbókin, sem þeir höfðu haldið um veturinn, er mjög merkt rit. Þar er sagt frá veðri, hita og ís hvern einasta dag, svo langt sem hún nær. Þessar upplýsingar, i sam- bandi við athuganir Austurrikismanna á Jan Mayen 1882—83 og rannsóknir þær, er norska athugunarstöðin nýja fram- kvæmir, munu sennilega leiða af sér mjög merkilegar kenningar um is og hafstrauma. (Morgunbiaðið). Lífgunaraðferðir. Sundbók í. S. í. II. hefti, með 25 myndnm til skýringar lesmálinu, er ný- komin á markaðinn. Er það ómissandi bók fyrir alla þá, sem nema vilja sund til hlítar. Þetta er áttunda iþróttabókin, sem íþróttasamband íslands (í. S. í.) hefir gefið út, auk ýmsra laga og reglu- gerða, og verður því ekki með sanni sagt, að bókaútgáfa »Sambandsins« gangi grátlega seint; þegar tekið er tillit til hins litla styrks, sem í. S. í. hefir haft frá byrjun. — Aðalútsala á bókum í. S. 1. er hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hér. — Kaupið bækur í. S. í., og styrkið með því hið þjóðnýta starf, sem »Sambandið« hefir með höndum. Úr þeirri bók eru með leyfi hlutað- eigenda eftirfylgjandi lífgunaraðferðir teknar og ættu fiskimenn að lesa þær með athygli og nota í viðlögum: Fram til ársins 1907 þekti brezka sundsambandið og kendi þrjár lífgunar- aðferðir. Voru þær kendar við »Silvest- er«, »Howard« og »Marshall Hall«. Það var sameiginlegt þessum aðferðum öll- um, að sjúklingurinn var fyrst lagður á bakið, og þurfti þá vandlega að gæta þess, að tungan ekki lokaði fyrir barka- opið. Þótt aðferðir þessar hafi oft gefist vel, þá hafa þær þó ýmsa galla, er einkum koma i ljós, er lífga skal þá menn, er kafnað hafa í vatni. Vegna þess að sjúklingurinn liggur á bakið er að miklu leyti loku fyrir það skotið, að vatn, slím og froða geti runnið upp úr honum, enda stöðugt hætta á því, að tungan leggist yfir barkaopið, því allir vöðvar eru þá slappir og máttlausir. Ennfremur er oft vatn og slím i sjálfum barkanum, er breytist i froðu við and- súginn, og getur lokað barkagreinunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.