Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1922, Side 21

Ægir - 01.04.1922, Side 21
ÆGIR 55 Islenzkur fiskur 1 Kataloiíu (Spáni). I Fiskets Gang frá 11. janúar 1922 segir svo: »Saltfiskmarkaðurinn í Katalóníu á Spáni er sem stendur að heita má í höndum Islendinga. Að visu er fluttur þangað fiskur frá Færeyjum, Skotlandi og jafnvel Frakklandi, en sá innflutning- ur er hverfandi móti þvi, sem þangað er flutt frá íslandi. Sem dæmi má taka, að um nýár lágu 3 gufuskip á Barcelona- höfn og affermdu íslenzkan saltfisk og um sama leyti var von á 2 förmum þangað frá íslandi. íslendingar hafa unnið að því að fram- leiða fisk, sem er við hæfi og smekk Kataloniumanna og gengið þar vel fram. Sem stendur er sendimaður islenzku stjórnarinnar í Barcelona; er það herra Gunnar Egilson, sami maður, sem í sum- ar var fulltrúi íslenzku stjórnarinnar við samningana í Madrid. Mun það ætlunin, að hann dvelji nú fyrst um sinn í Barce- lona, að öllum líkindum að eins til að kynnast markaði i Kataloníu og greiða fyrir innflutningi á íslenzkum fiski. Auk hans eru um þessar mundir tveir yfirfiskimatsmenn írá íslandi á ferðalagi um Spán. íslenzka stjórnin hefir sent þessa menn til þess að komast að kröf- um þeim, sem Kataloníumenn gera til verkunar á fiski þeim, er þangað er sendur. Þeir eiga að rannsaka sölu og samkepni annara þjóða á þessu sviði«. Norðmönnum þykir nú nóg um og eftir greininni að dæma er litil von fyrir þá að geta kept við íslendinga á áðurnefndum stað. Ferð fiskimatsmann- anna mun hafa hin beztu áhrif á fisk- verzlun vora við Spáu, og vonandi verð- ur yfirfiskimatsmanni Jóni Magnússyni gefinn kostur á að ferðast um landið til þess að koma matinu í það samræmi, sem nauðsynlegt er til þess að halda ís- lenzka fiskinum sem príma vöru á Spán- armarkaðinum. Langt er síðan að fiski- matsmenn hafa farið til Spánar og of- sjaldan eru íerðir þeirra þangað, en að öllum líkindum verður þessi síðasta ferð til þess að benda á það, að matsmenn ættu að eiga þangað erindi eigi sjaldnar en þriðja hvert ár og af þvi mundi að- eins leiða gott eitt fyrir Island. Sparsöm vél. Um 20. janúar s. 1. var nýtt mótor- skip reynt á Clydefljótinu. Nafn þessa skips er »Pinzon« og hafði William Beardmore & Co í Dalmuir smíðað skrokk og vél fyrir útgerðarfélag í Lon- don. Skipið er að stærð 2050 rúmlestir og vélar þess 1500 hestöfl. Hraði þess var reyndur til þrautar og fóru til þess þrír dagar, og sýndu tilraunir, að með snún- ingshraða 95 á mínútu, skreið skipið 9 sjómílur á klukkustund, með 105, 10 sjómílur og með 115, 11 sjómilur. Olíueyðsla var með 9 sjómilna hraða 3 smálestir á sólarhring (smálest c: 80 kr.), 10 sjómílna hraða 4 smálestir og með 11 sjómilna braða 5,2 smálestir. Skipið flytur um 2050 smálestir af vör- um og eyðir á 216 milna vegalengd, olíu fyrir c: 240 kr (9 mílna hr.) Að reynsluferðum lolmum voru ræður haldnar, og i einni ræðu gat fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar þess, að marga kosti hefði þetta nýja skip, en mestur væri þó sá, að hér hefði tekist að smiða mótorskíp, sem gæti flutt 1000 smálestir eína sjómilu fyrir minna en krónuvirði í olium, bæði til eldneytis og áburðar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.