Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1922, Page 25

Ægir - 01.04.1922, Page 25
ÆGIR 59 hin mesta velsæld og blómleg menning og báru þeir bræður af ungum mönnum að atorku og ráðdeild. En er Jón fluttist að Flateyri og tók að verzla, nú fyrir nálega 6 árum, seldu þeir 2 bátana, en Kristján varð kyr og bélt »Valþjófi« sínurn úti af binu mesta kappi, enda var hann í allra freinslu röð aflamanna og gat valið úr hásetum, bæði vegna þess bve fengsæll hann var, og svo var hann slíkur öðling- ur að eðlisfari og hátterni að fáa getur slíka. Ráðvendni hans og siðferði urðu allir að dáðst að sem nokkuð kyntust honum, enda var hann sérlega ástsæll maður. Aflabrögð og sjómensku bar hann uppi í Valþjófsdal hin síðari ár, og var í því efni stoð og stytta bygðarlagsins. Auk allra þeirra aðdrátla og atvinnu er ávalt var umhverfis hann, er ekki með tölum talið nú, hve mörgum hinum efnaminni mönnum hann rétti hjálparhönd, auk þess sem hann með sínum frábæra dugnaði og aflasæld studdi fast að efnalegu sjálf- stæði margs mannsins er hjá honum var. Gamall og greindur sjómaður, sem verið hefir háseti hjá ýmsum formönnum á Vest- fjörðum meir en 30 ár, en var með Krist- jáni sál. 14 vertíðir, segir mér, að hann hafi aldrei kynst duglegri, ósérhlifnari né vandaðri manni, og svo munu flestir kveða að, sem þektu Kristján sál. bezt. Fyrir rúmum 2 árum (7. Júní 1919) gift- ist Kristján sál. eftirfarandi ekkju sinni Maríu Einarsdóttur, systurdóttur Friðriks ú Mýrum, hinni mestu myndarkonu; varð þeim tveggja barna auðið og lifa þau bæði. Flutti hann þá frá Kirkjubóli og reisti bú niður við sjóinn, kom þar upp myndar- legu húsi og var strax byrjaður á nýrækt i kringum sig. Var auðséð að hann ætl- aði að gera þann »garð gildann« og hið nýja heimili myndarlegt, enda var hann afbragðs húsfaðir og eiginmaður, er alt vildi í sölur leggja fyrir skyldulið sitt. Leikur enginn efi á þvi, að ef hans hefði notið lengur við, þá hefði þetta nýbýli hans þarna í Valþjófsdal eftir nokkur ár sýnt það bezt hvílíkur atorku og ráðdeild- armaður hann var. En — »nótt fylgir degi, fallið flugi og fölnun blómstrandi grund«. Svo kom hin þunga harmafregn, að hann er horfinn fyrir fult og alt, — horfinn börnun- um og henni sem bygði allar framtiðar von- ir á honum, — horfinn ástríkum systkinum og ellimóðum foreldrum, horfinn sveitinni sinni, sem við fráfall hans misti einn sinn atorkumesta og bezta mann, horfinn okk- ur öllum sem nú horfum hljóðir á skarð- ið, — horfinn út í haustsortann sem svo oft vill loka útsýninu. En Kristján Eyj- ólfsson hefir áreiðanlegu siglt sinu fleyi til sólarlandsins, því þar átti hann heima. Með Kristjáni sál. fórst einnig Guðjón Jörundsson húsmaður á Flateyri frá konu og 3 ungum börnum, mikill dugnaðar- maður, og tveir unglingspiltar: Pélur Ein- arsson mágur Kristjáns sál. og Gísli Jör- undsson, ellistoð gamalla foreldra, báðir efnilegir menn og beztu drengir. Flateyri 14. apr. 1922. Snorri Sigfússon. Glsli i 0gurnesi. Hinn 27. rnarz þ. á, andaðist á ísafirði Gísli Jónsson, sem lengi bjó i Ögurnesi við Isafjarðardjúp, 83 ára að aldri. Hann var um langan aldur í röð hinna lang- fremstu sjómanna og farmanna við djúp; mátti telja hann sægarp á yngri árum hans. Hann var formaður i ýmsum veiði- stöðum við Djúpið í 45 ár samfleytt, og lét ekki af formensku fyr en um sjötugt. Var hann lengt með hinum hluthæstu formönnum. Lagni hans og karlmensku var við brugðið, bjargaði hann víst þris-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.