Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 4
26 ÆGIR ur meir og meir var við þessa hugsun hjá innflytjendum: »Hversvegna hættum við ekki þessari vitleysu að vera að borga flskinn fyrir fram, áður en við sjáum hann? Við erum að borga hann samkv. matsvottorðum, seui við vitum fyrirfram að við getum ekkidreyst. Þegar við kvör- um, er okkur sagt, að þegar fiskurinn hafi farið frá íslandi, þá hafi hann verið eins og matsvottorðin segja, og hafi hann því breyzt svona á leiðinni. Þetta getur verið rétt, en okkur varðar að eins um það, hvernig fiskurinn er þegarviðfáum hann«. Eins og gefur að skilja eru þessar raddir því hávœrari, sem markaðsástandið er verra. og því er það, að þegar verðið er lágt og markaðurinn slæmur, þá er nauðsynin mest á ströngu mati, einmitt þegar framleiðendur mega sízt við því. Nú er matsmönnum kennt um allt eða mest-allt, sem aflaga ferí þessu efni. Það er þó ekki réttlátt. Útflytjendur eiga lika mikla sök á þessu. Þeir hirða sumir hverjir of-lítið um það, aðvanda til inn- kaupanna. Þeir heimta oft að fiskur sé látinn í skip, þó þeir viti sjálfir að fisk- urinn sé ekki nógu staðinn, til þess að vera hæfur til mats né útskipunar. Þeir hugsa of-oft um það eitt, að fá fiskinn sem ódýrastan, án þess að hyggja að gæðunum. Þeir senda oft fisk til staða, sem þeir eiga að vita að hann er ekki hæfur fyrir, þó hæfur sé fyrir aðra staði. Nú í ár er óvenju-mikið til heima af stórum labra alflöttum, einmitt þeirri teg- und, sem Sevilla og Malaga vilja. M:g rak því í rogastanz, þegar ég varð þess vís, að til þessara staða hefir í sumar verið sendur smálabri, útúrflattur, sem þessir staðir alls ekki vilja. Hér getur varla verið öðru til að dreifa, en annað- hvort ófyrirgefanlegri vanþekkingu út- flytjenda eða óafsakanlegu hirðuleysi. Nú vil ég víkja nokkuð að fisksölunni á Suður-Spáni og hvaða ráð séu til þess, ekki að eins að halda þeim markaði, sem við nú höfum þar, heldur og til þess að útvíkka hann. Versti keppinautur okkar fiskjar er egta labíinn. Af honum voru nú þegar komin til Spánar kringum 50000 kvintöl og von á jafnmiklu i viðbót. Þessi fiskur kemur ^venjulega á markaðinn seinni hluta októbermánaðar og verður helzt að vera búið að selja hann fyrir marz- lok, því lengri geymslu þolir hann illa. Þessi fiskur þykir flestum bragðmeiri en sá íslenzki, en vegna útlitsins gengur hann ver út. Seljast þeir nokkuðjöfnum höndum með 10 peseta verðmun á pakka. Sé sá íslenzki að eins 6—8 pesetum dýrari, gengur hann betur út, en fari verðmunurinn upp úr 10 pesetum, fer að ganga meira út af þeim ekta. Egta labrinn kemur að miklu leyti laus í skipi. Talsvert af honnm kemur þó í tunnum, sem taka 5 kvintöl (kvint- alið 50,8 kg ). Við það sparast undirvigt og i tunnum þolir hann geymslu á þess- um tíma árs, án þess að þurfi að setja hann í kælihús. Er þetta afarmikill kost- ur í augum smásala, sem engin kælihús hafa. Enntremur reikna þeir sér tunn- una nokkurs virði (1 peseta), en stríg- ann einkis. Mest af egta labranum er selt í um- boðssölu, með vissri fyrirframgreiðslu. Þegar ég var á ferðinni nam hún 15 sh. á kvintal. Umboðslaunin venjulega 5u/o. Með genginu sem var þegar ég var á ferðinni (1 £ = 42 pesetar) þurfti þessi fiskur að seljast fyrir 59 peseta pakkinn (á 50 kg ) til þess að borga þe^sa fyrir- framgreiðslu með áföllnum kostnaði og umboðslaunum. Verðið var þá 64 peset- ar, en 80 á þeim íslenzka. Verðmunur- inn því of mikill til þess að sá íslenzki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.