Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 18
40 ÆGIR þaðan venju fremur margir bátar, um 6 að staðaidri, og öfluðu vel þegar gæftir leyfðu. Auk þess sem aflaskýrslan greinir var talsvert selt þaðan af fiski í togara i nóvember og desember. 1 Súgandafirði var haustafli sömuleiðis góður, og drjúgt aflaðist þar einnig i sum- ar. þar hefur nú á þessu ári komið meiri fiskur á land, en nokkru sinni áður, eins og ársskýrslan sýnir. Enn- fremur var nokkuð selt þaðan í togara í haust, og mikið hert af ýsu. í Bolungavik var og góður baustafli yfirleitt, og einkum i desember. Sömu- leiðis í Hnifsdal, en sumarróðrar voru sama og ekkert stundaðir i þeim veiði- stöðvum. Sama er að segja um þá fáu báta, er veiðar stunduðu úr ísafjarðarkaupstað. Seinustu daga ársins fóru Samvinnulé- lags-bátarnir til fiskjar, og kom Esja hingað og flutti þann afla þeirra isvar- inn til Englands. Urðu það um 1100 kassar, og seldist aflinn fyrir 1200 £. Var fiskisölutilraun þessi gerð af Samvinnu- félaginu og heildverzlun Ásgeirs Sigurðs- sonar í Reykjavík, i félagi. Má segja að tilrann þessi hafi heppnast vonum framar. 1 Mið-Djúpinu var haustaflinn sárlilill. Fiskveiðar hafa ekki verið stundaðar í Aðalvík, svo teljandi sé, síðan í júní- mánuði. Steingrímsfjarðaraflinn varð nú afleitur, um helmingi minai en 1929. Sama er að segja um Gjögur og Djúpavik, þar sem 2—3 vélbátar héðan fra Djúpi stund- uðu fiskiveiðar i sumar. Að öðru leyti visast til eftirfarandi skýrslu um ársaflann í veiðistöðvum fjórðungsins s. 1. ár, þykir mér rétt, að láta henni fylgja að þessu sinni skýrslu um tölu fiskimanna og fiskiskipa í veiði- stöðvunum. Vitanlega ber aðathugaþað, að hér er ekki um skip og fiskimenn að ræða, sem veiðar stunda að staðaldri. Einnig er tala fiskimanna og skipa tals- vert misjöfn á þeim tíma, sem fiskveið- arnar eru stundaðar. Eg hefi sett manna- töluna og skipa, sem næst því sem hún er mest. í Patrekstjarðaraflanum er togarafisk- urinn langþjmgstur á metunum, um 3l00 skpd. Togararnir tveir frá ísafirði, lögðu þar upp 291)0 skpd., og nokkuð af afla þeirra, sem upp var lagt i Reykjavik, var flutt hingað vestur til verkunar, en sá afli er ekki talinn með hér. Af heildarafla fjórðungsins er stórfisk- ur talinn 29334 skpd., smáfiskur 19502, ýsa 1777, upsi o. fl. 578 skpd. Tölurnar innan sviga sýna aflaupphæðina 1929. Prátt fyrir góðan afla viðast hvar i fjórðungnum og sumstaðar ágætan i vet- ur og vor, er afkoma útvegsins yfirleitt bágborin, og enda viða um mikið tap að ræða, þar sem fiskkaupin standa í sambandi við útveginn, og einkum hjá þeim, er eiga óseldan fisk frá sumrinu. Mun þó ástandið í því efni víða verra en hér vestra. Nokkrir bátar eiga þó góðri afkomu að fagna eftir undanfarin aflaár. Skip þau, héðan, er sildveiðar stund- uðu á Siglufirði í sumar, öfluðu yfirleitt mjög vel, og er skýrt frá þeim afla i 9. tbl. Ægis. Hér á lsafirði var einungis saltað tæpar 4000 tn., auk þess, sem latið var í is- húsin. Smásíld veiddist nú sama og engin, örfáar tunnur hafa fengist endur og eins í haust, og er það ekki teljandi. Smá- síldarveiðin hefur undanfarin ár gefið göðan arð, sildveiðimönnunum, svo og saltendum og verkafólki, og er þvi til- finnanlegt er þær bregðast gersamlega. Fiskimjölsverksmiðjan hér í bænum, sem nú er eign hlutalelagsins Fiskimjöl, var aukin að nýjum vélum i fyrra, og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.