Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 10
32 ÆGIR ræða um áhugamál allra þeirra, sem á skipi fara eða skip eiga, um áhugamál allrar þjóðarinnar. Hver höndin verður að hjálpa annari, á þessu sviðisem öðru, ef öllu á að vegna vel, því við eigum ekkert rannsóknarskip, og engin dýr eða fullkomin áhöld, en allt kemur þegar fram i sækir, og með litlu má gagn gera ef allir hjálpast að, og enginn hlutaðeig- andi lætur sér þetta starf í léltu rúmi ligeja. Ég vil Ioks geta þess, að Skipaútgerð ríkisins hefur sýnt þessum rannsóknum mikinn áhuga og brugðíst mjög drengi- lega við. Hún hefur leyft okkur að fela varðskipunum að safna gögnum til sjó- og svifrannsókna, að svo miklu leyti, sem þessi aukastarfsemi kemur ekki í bága við hið eiginlega starf skipanna. Enda hefði þessi hlið rannsóknannaorðið okkur því nær ókleyf, ef varðskipin hefðu ekki mátt lylta undir bagga með okkur. Fyrir þetta kunnum við Skipaútgerð rík- isins mikla þökk. Árni Friðriksson. Vélfræðistarf Fiskifélagsins. Fess hefur áður verið getið hér i Ægi að starf vélfræðiráðunauts væri hvorki ný hugmynd né nýtt starf. Þetta starf var stofnað 1913 og veitt hr. vélfræðingi ÓI. T. Sveinssyni, sem svo gengdi þvi til árs- loka 1919, að hann sagði því lausu. Þetta starf ólafs var leiðbeininga- og kennslustarf og bar góðan árangur, en var svo lagt niður er hann sagði þvi af sér, og hefur það eflaust verið gert af sparnaðarráðstöfun einni. Hugmyndin hefur þó lifað með íélaginu og hafa margar raddir komið fram á öllum tim- um, um að taka það upp aftur, en ekki hefur þó úr því orðið fyr en nú, að síð- asta Fiskiþing veitti fé til þess. Var svo starfinu slegið upp og hlotnaðist mér að taka við þvi nú um síðustu áramót. Þótt starf þetta sé að mörgu leyti það sama og áður, hafa timar og kringum- stæður mikið breyzt, vélfræðislegar frarn- tarir afarmiklar, ekki sízt í aukningu vélategunda og væri synd að segja, að við Islendingar höfum farið varhluta af þeini framförum, sem sjá má á því að véla- tegundir í skrásettum bátum eru ekki færri en 50, hér norður i fásinninu. Það er því ekki að furða, þó menn séu farnir að athuga málið, hvort ekki muni tími til kominn að korna öðru skipulagi á o§ hvernig því yrði bezt hagað. Sumir hafa stungið upp á því að tak- marka þyrfti innflutning vélategunda, hafa svo sem 3—4 tegundir á boðstólum, og þá auðvitað þær beztu, sem allir vél- gæzlumenn þekki vel og hægt eraðhafa nógu mikið fyrirliggjandi af varahlut- um í. Þessi leið er auðvilað fær, ef hún er rétt farin, en hún hefur einnig sína galla- Að visu fækkar vélategundunum til mikils hagnaðar fyrir hlutaðeigendur, en að minu áliti, er takmarkinu ekki náð með þessu einu, við eigum alls ekki víst að fá allar þær kröfur, sem við gerum til vélarinnar uppfylltar á þann hátt. Það er fullvist að ástandið er ekki gott eins og það er, og það verður að breytast innan skamms, ef vel á aðfara! það eru allt of margir menn hér á landi, sem eiga tilveru sína komna undir or- yggi véla og skipa, tíl þess að ekkert se aðhafst, útgerðarkostnaður er þegar orð- inn svo mikill, að tæpast er von, að út- gerðarmenn þoli kostnaðarsamar við* gerðir véla og báta ár frá ári. Þær vélar sem hér eiga að seljast •

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.