Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 17
ÆGIR 39 verður þetta ár áreiðanlega um saman- drátt útgerðarinnar en ekki útfærslu að ræða, í þessum landsfjórðungi. Nýbygg- ingar skipa og báta engar, eða ekki telj- andi og mestar likur til, að ekki verði hægt að koma mörgum ágætum fleytum á flot, sem þegar eru til, eða þó það yrði mögulegt, að menn sjái sér enga hagnaðarvon 1 því og reyni það því ekki, að þessu sinni. Ástæða væri til, að minn- ast á starfsemi Sildareinkasölunnar i þessu sambandi, undanfarin 3 ár og þá einkum hið siðasta, en það mundi verða talið af pólitískum rótum runnið, og geri ég það þvi ekki að þessu sinni, því ég vil ekki draga Ægi, sem ég geri ráð fyrir að flytji þessa skýrslu, að orustuvelli i pólitik, hann hefur sem betur fer, getað sneitt fram hjá verulegum ásteitingar- steinum í þeim efnum hingað til. Með þessari lokaskýrslu minni fyrir árið 1930, fylgja ýms plögg og greina- gerðir, eins og venja hefir verið til, og er þýðingarlaust að telja það upp hér. Ég vil svo að endingu óska Fiskifé- laginu, stjórn þess og öllum velunnur- um þess og sjávarútvegnrins, gengis og velfarnaðar á nýbyrjuðu ári. Akureyri, 3. jan. 1931. Páll Halldórsson. Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórð- ungi ágúst—desbr. 1930. I 6. og 8. tbl. Ægis, var gefið yfirlit yfir aflafenginn í veiðistöðvum fjórðungs- ins á vetrarvertíðinni og yfir vorið. Skal hér nú stutllega skýrt frá aflabrögðunum yfir sumarið og haustið, jafnframt og birt er skýrsla um ársaflann i fjórð- ungnum. Pað tímabil er jafnan eftirtekjuminnst yfirleitt, á þorskveiðunum, og þær veiðar lítt stundaðar í aðalveiðistöðvunum. í Víkum varð sumaraflinn rýr, mest vegna ógæfta. Haustafli sama og enginn. Opnu vélbátarnir af Eyrum (Patreks- firði), öfluðu afarilla yfirleitt, og hættu flestir veiðum í ágúst. Færaveiðaskipin þaðan öfluðu yfirleitt vel. Haustaflmn brást algerlega. t Tálknafirði varð sumar og haustafl- inn lélegur, en þó mun betri en á Pat- reksfirði. í Arnarfirði er aflinn yfirleitt í léleg- asta lagi á opnu bátana, og haustaflinn brást nær algerlega. Allgóður aflivar þar lítinn tíma um mánaðamótin október og nóvember. —Þilskipaaflinn varð samt ágætur þar á þessi tvö skip, er færaveið- ar stunduðu. Kútter Geysir fékk nú um 550 skpd. í þurfisk, en síðastliðið ár um um 540 skpd. 15 menn voru að jafnaði undir færi. Er þetta hinn mesti afli.sem fengist hefur á færaskip á Vestfjörðum, og vist yfirleitt. — Skipstjóri er hinn sami og áður, Kristján Árnason á Bildu- dal, Hæstur í fiskdrætti varð Ásmundur Jónasson, hinn sami og undanfarin ár. Dráttur hans nam nú 71 skpd. í þur- fiski, en i fyrra 65 skpd. Hefur víst eng- inn maður dregið jafn mikið á færi yfir sumarið, og er slíkt afburða dugnaður, sem vert er að halda á lofti. Hitt Bildu- dalsskipið, Njáll (skipstj. Jörundur Bjarna- son) fékk um 475 skpd. Aflahæzta þilskipið frá Þingeyri fékk rúm 306 skpd. Mannaskortur hamlaði þar þilskipaveiðunum. Annars var mikið af sunnlenzkum fiski verkað á Þingeyri í sumar af félaginu »Dofra«, auk þess sem aflaðist á skipin þar úr firðinum. Af Flateyri i Önundarfirði voru fisk- veiðar i sumar að eins stundaðar af 2 litlum færaskipum, enyfir haustið gengu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.