Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 22
44 ÆGIR Aðalfundur Fiskifélags íslands. Ár 1931, föstudaginn 13. febrúar, var aðalfundur Fiskifélags íslands settur í Kaupþingssalnuni í Eimskipafélagshús- inu og hófst fundurinn kl. 1 */* e. h. Forseti lélagsins, Kristján Bergsson.setti fundinn og stakk upp á Magnúsi Blön- dahl frarnkvæmdastjóra til þess að stýra honum. Var hann samþj'kktur í einu hljóði. Hann stakk upp á Arnóri Guð- mundssyni til þess að vera ritari fund- arins. Fundarstjóri rannsakaði að löglega væri boðað tii fundarins og lýsti hann yfxr því, að svo væri. Var þá tekið til dagskrár, sem var svo hljóðandi: 1. Forseti gerir grein fyrir störfum fé- lagsins á liðnu ári. 2. Útflutningur á kældum fiski. 3. Dragnótaveiðar. 4. Fiskirannsóknir. 5. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Steindór Hjaltaiín og Ingvar Guðjóns- son, útgerðarmenn á Akureyri, voru mættir á fundinum samkvæmt umboði frá Fiskideild Norðlendinga á Akureyri. Fundarstjóri gaf þvi næst forseta fé- lagsins orðið og gaf hann itarlega skýrslu um störf félagsins á árinu 1930, deildir þess og félagatölu. Hann minntist 3 æfi- félaga, sem látist höfðu frá þvi síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra: Björns Sigurðssonar fyrv. bankastjóra, Páls H. Gislasonar kaupmanns og Hannesar Haf- liðasonar skipstjóra, fyrr forseta félags- ins. Þá minntist hann einnig Þorsteins sál. Gislasonar frá Meiðastöðum, sem um skeið var erindreki félagsins og með- stjórnandi. Stóðu fundarmenn upp úr sætum sínum til virðingar hinum latnu. Engar umræður urðu um skýrslu fox*- seta. Var þá tekið fyrir 2 málið á dagskránni. Úlflutningur á kœldum fiski: Kristjan Bergsson reifði málið og lýsti þeirri nauðsyn, sem væri á því fyrir ís- lendinga að koma meiru af ferskum fiski á erlendan markað, en verið hefur. Tóku margir fundarmenn til máls isömuátt. Steindór Hjaltalín stakk upp á, að kosin væri 3ja manna nefnd í malið, sem skil- aði áliti sinu á væntanl. framhaldsfundi á morgun. Tillagan var samþykkt í einu hljóði, og í nefndina kosnir: Þorst. Porsteinss. skipstj. með 13 atkv. Kristján Bergsson með 9 atkv. ólafur Björnsson Akranesi, með 8atkv. með hlutkesti milli hans og Steindórs Hjaltalín, sem einnig fékk 8 atkv. Pá gaf fundarstjóri klukkustundar- kaffihlé. Fundur settur aftur kl. 53/* e. h. Tekið fyrir 3. málið á dagskránni. Dragnótaveiði. Frummælandi var Kristján Bergsson. Urðu fjörugar umræður um mahð og voru mjög skiftar skoðanir xæðumanna á þvi, að hve miklu leyti landhelgin skyldi friðuð fyrir dragnótaveiði. Að loknum umræðum, var svo hljóð- andi tillaga borin upp og samþykkt með 10 atkv. gegn 4. »Aðalfundur Fiskifélagsins skoraráAl- þingi það, sem nú kemur saman, að upphelja 8. gr. í lögum nr. 55, 7. nxaí 1928, um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi«. Fundi frestað til laugardags 14. febr. kl. 1V8 e. h., þar sem fundurinn hafði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.