Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 7
ÆGIR 29 sem visindin hafa nú að mesiu leyti unnið á, En þrátt fyrir þetta eru enn þá margir »dauðir deplar« i þekkingu vorri á lifnaðarháttum nytjafiskanna. Lítiðeða ekkert vitum við enn þá um það, hvað ræður sveiflunum á aílanum, Hvers vegna fiskast vel mörg ár í röð, en afli bretfzt annað kastið, hvers vegna fiskur getur brugðist i fjörðum en verið nægur á djúpmiðum, hvers vegna afli er nægur við einn landshluta en rýr við annan, o s. frv. Það eru einkum þessi atriði, sem Fiski- félagið vill láta taka upp til rannsókna, og er mér falið að fást við það. Gera má ráð fyrir, að það, sem eink- um ræður úrslitunum um útkomu afl- ans, eða á mikinn þátt í því að minnsta kosti, sé klakið, hvort það reynist vel eða illa. Sem dæmi upp á gott klakár, má nefna 1922. Að minnsta kosti hefur hrygning þorsksins, og klak þorskhrogn- anna lánast mjög vel þetta ár. Seiðin hafa alizt upp í kalda sjónum í fjörðum norður- og austurlandsins. Ánð 1928 komu þau all staðar fram í bátaaflanum (nema á vertíðinni), en 1929 hurfu þau þvi nær alveg frá landi allstaðar nema helzt við Vestfirði. Svo kom árið 1930. í*á var árgangurinn orðinn kynþroska, (átta ára gamall), og fyllti þá öll mið við landið, einnig vertíðarmiðin, en virðist þó ekki hafa gengið inn á firðina. Nú verður gaman að sjá hvernig árgangur- inn reynist í aflanum í ár, og næstu ár. Sem annað dæmi má nefna árið 1924. Það var mjög gott klakár fyrir þorsk, en eggin og seiðin hafa borist þvi nær ein- göngu fil Austfjarða, og alizt þar upp. ^eirra fór að gæta í bátaafla austanlands ^9-8, en koma fyrst fram fyrir alvöru 1929 og 1930. 1930 hefur þeirra einnig gætt í togaraafla á djúpmiðum austan- lands, t. d. á Hvalbaksbanka. Nú er að vita hvenær þau verða kynþroska, og hvað mikið ber á þeim þá, og síðar. Árið 1923 hefur klakið aftur reynzt illa, enda hvergi borið verulega á þessum árgangi nema lítið eitt á ísafirði. 1921 virðist hafa verið gott klakár fyrir sild. Sambandið á milli þorkaflans og út- komunnar af klaki þorskhrognanna er auðskilið. Setjum t. d. svo, að eitlhvað ár eyðileggist megnið af þorskhrognunum og seiðunum að gotinu loknu. Af- leiðingin verður sú, að þegar þessi seiði ætlu að komast í gagnið, og fiskimenn- irnir að njóta uppskeru klaksins, nokkr- um árum seinna, vantar árganginn í afl- ann, og reynast þá aflabrögðin miklu ver, en ef klakið helði lánast vel. t*egar þorskhrognin klekjast, berast þau og seiðin með straumunum burtfrá gotstöðvunum vestur ognoiðurum land. Á haustin eru seiðin komin inn i fnði, stundum allstaðar við landið, en stund- um einkum við vissa landshluta. Seiði, sem berast inn i firði með köldum sjó, við Norðurland og Austfirði, ogalast þar upp, eru lengur að vaxa en bræður þeirra og systur, sem hafast við í hlýja sjónum við vestur- og suðurströndina. Þetta hefur einnig þýðingu fyrir fiskveiðarnar. Nytjafiskar þeir, sem sérstaklega verða rannsakaðir, eru þorskur og sild, ográð- gátur þær, sem þarf að leysa, eru í stuttu málinu þessar: 1. Af hverju stjórnast það, að klakið (eða viðkoman) reynist illa sum ár, en betur önnur ? 2. Hvernig stendur á þvi, að stundum berast mestöll þorskseiðin t. d. til Aust- fjarða, en stundum til Vestur-eða Noið- urlands, eða að þau dreifast stundum kringuro allt land? 3. Hvaða áhrif hefur svifið í sjónum á fiskigengdina og klakið, og hvernig eru lifnaðarhættir helztu átutegundanna, sem lifa i svifinu (lifa sem svif)?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.