Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 8
30 ÆGIR 4. Hverju ræður hitinn, seltan og nær- ingarefnin í sjónum um mergð átunnar og göngur og viðkomu nyljafiskanna ? Ur öllum þessum spurningum verður að leysa, ef á að gera sér von um að skilja »afla-dutlungana«, og segja fyrir um afla fyrir fram. En spurningarnar eru æði sundurleitar, og falla því rann- sóknirnar í marga liði. Ég skal nú i stuttu máli gera grein fyrir, hvernig rannsóknum Fiskifélagsins verður hagað, að minnsta kosti þetta ár og næsta, þvi grundvöllurinn undir rann- sóknirnar eru nú lagðar, og stefnuskráin gerð. Rannsóknirnar verða kerfisbundnar. Það á að gera athuganir allan ársins hring, við alla landshlutu, öllum þeim atriðum viðvíkjandi, sem tekin verða til meðferðar. Rannsóknirnar skiftast í þrennt: 1. sjórannsóknir, 2. áturannsóknir og 3. eiginlegar fiskirannsóknir, og skal þeim nú lýst dálítið nánar. 1. Sjórannsóknir. Tilgangurinn með sjó- rannsóknunum er sá, að mæla seltu og hita sjávarins, og mæla hve mikil nær- ingarafni (nitröt og fósföt) eru í sjónum á ýmsum tímum árs við ýmsa lands- hluta. Það á að mæla hita og taka sjó- prufur á sex stöðum við landið, nefni- lega: í Háiadjúpi við Vestmanneyjar, 1 Kolluál rétt norðan við Snæfellsjökul, á Kvíarmiði í Isafjarðardjúpi, í Eyjafjarð- mynni, fyrir utan Reyðarfjarðarmynnið og í Hornafjarðardjúpi. Allar stöðvarnar sex liggja hér um bil á 200 metra lin- unni. Á hverri stöð verður mældur loft- hiti, og lekinn sjór og mældnr sjávar- hiti á fernu dýpi: í yfirborðinu, á 10 m. dýpi, á 50 m. dýpi og við botn. Hverrar stöðvar á að vitja þvi sem næst á hálfs- mánaðar fresti. Þessar rannsóknir eiga að leiða það í ljós, hvaða breytingu hiti, selta og nær- ingarefni sjávarins taka, eftir árstimum, eftir landshlutum og eftir dýpi. 2. Svifrannsóknir (áturannsóknir). Svifi verður safnað á öllum þeim stöðvum, þar sem sjór er tekinn og hiti mældur, en auk þess á sjö öðrum stöðum, nefni- lega þessum : á Selvogsbanka (jan,—marz) á Bollaslóð i Faxaflóa (jan.—marz), sunn- an við Látrabjarg, útí fyrir Vestfjörðum, á svæðinujfrá Patreksfjarðarflóa að Barða, við Skagaströnd, við Tjörnes, og fyrir sunnan Langanes. Á öllum þessum stöðvum verður safn- að svifi einu sinnni í viku, eða því sem næst, en að eins i nokkra mánuði á hverri stöð. Auk þessa verður safnað átu í Faxaflóa á vorin og sumrin, vegna síld- argotsins, og við Norðurland á sumrin haustin vegna síldveiðanna. Tilgangur þessara rannsókna er að leiða i ljós vöxt og viðgang helzlu átutegund- anna, vöxt og megn fiskiseiðanna o. s. frv. 3. Hinar eiginlegu fiskirannsóknir skift- ast aðallega i tvo liði, þorskrannsóknir og síldarrannsóknir. a. Þorskrannsóknunum er það mark sett, að rannsaka þorskstofninn, aldur og vöxt þorsksins, megn hinna ýmsu ár- ganga og hlutdeild þeirra í aflanum við allar strendur landsins, bæði á djúpmið- um og i fjörðum, frá því þeir koma í gagnið og þangað til þeir eru horfnir úr aflanum. Ennfremur á að rannsaka smá- fisk i fjörðum, sérstaklega til þess að komast að því, hvar hver árgangur erniðurkom- inn í æsku, og hvaða áhrif æskustöðv- arnar hafa á gildi hans i aflanum seinna. Ennfremur þarf að finna ástæðuna til þess, að klakið kemst stundum alla leið til Austurlands, stundum fer það til Norð- urlands, stundum til Vestfjarða o. s. frv. í Vestmanneyjum, á ísafiði, Siglufirði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.