Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 11
ÆGIR 33 framtiðinni verða því að vera traustar, endingargóðar, þœgar i gangi, sparneytn- ar og ódýrar. Þessar 5 aðalkröfur verðum við að gera til vélanna, auk fleiri, er til hagn- aðar koma fyrir skipshöfn og útgerð. Þá kemur spurningin: Hvar er þá vél að finna, sem uppfyllir allt þetta? Að vísu eru krötur þessar mjög sam- anberandi og má lengi deila um þær, en vitum þó hvar draga skal lágmarks- linurnar, og að mínu áliti er ekki á boð- stólum, hér á landi, nein vél, sem upp- fyllir allar þessar kröfur, eftir okkar roælikvarða. Hingað til hefur venjan verið sú hér, þegar um kaup á vélum er að ræða, að Umboðsmenn verksmiðjanna hafa aug- •ýst vélar sinar fyrir útgerðai mönnum °g talið fram kosti þeirra, þar til kaup- endum hefur litist vel á og kaupin siðan verið gerð. Raunverulega hafa því ekki aðrar kröfur, til vélarinnar verið gerðar en þær, sem verksmiðjan hefur sjálf gert, Ui þess að þær yrðu seljanlegar. Þessi aðferð hefur því miður, gefist svo, að dæmi eru til þess, að eftir til- tölulega stuttan tíma hefur vélin verið ónolhæf og kaupandinn orðið að endur- nýja hana, að meiru eða minna leyti, á sinn kostnað. Eins og allir sjá, er þetta ástand ekki gott og verður að breytast, en ég er viss um, að það breytist ekki fyr en við breyt- Urn því sjálfir. Við verðum sjálfir að koma frnm með okkar kröfur til véla- Verksmiðjanna óg setja þœr sem skilyrði lyir því að vélar þeirra seljist á íslenzk- Uro markaði, þá kemur innflutningstak- ^örkunin af sjálfu sér og er sjálfsögð, Þvi það er augljóst að aðeins örfáar neztu verksmiðjurnar geta uppfyllt kröf- Ur okkar og afleiðingin verður sú, að ner verða að eins i gangi örfáar véla- tegundir, við okkar hæfi. Eetta er tak- mark, sem ég vil keppa að og vona, að allir hlutaðeigendur séu mér sammála um, að rélt sé, og við verðum að ná. Er þá einnig komið ágætt tækifæri til þess að uppfylla óskir margra lands- manna um, að Fiskilélagið taki í sínar hendur sölu á mótorvélum og útgerðar- menn og sjómenn njóti sjálfir hagnaðar- ins, ef nokkur er, af sölunni. eins og kom fram i tillögu á siðasta Fiskiþingi og fjórðungsþingi Sunnlendingafjórðungs í vetur. Ég er nú á förum til útlanda og mun dvelja þar tvo til þrjá mánuði og mun ég á þeim tíma taka þetta mál og önn- ur, er útgerðinni geta í hag komið, á vélfræðilegu sviði, til svo rækilegrar at- hugunar sem mér er unnt. Til þess nú að þette málgetisem fyrst komist á réltan grundvöll, er nauðsyn- leg góð samvinna á milli vélgæzlumanna, útgerðarmanna og Fiskifélagsins. Yil ég því beina þeirri ósk minni til vélgæzlu- manna, að þeir skrifi hjá sér allar upp- lýdngar, er þeir geta gefið um vélar þær, er þeir gæta, t, alla eyðslu, bilanir, gang- truflanir og hverjar þeir áliti ástæður fyrir þeim, sendi svo skýrslur þessar til Fiskifélags íslands sem fyrst; munégsvo eftir megni vinna úr þeim og gætu þær þá orðið til ómetanlegs gagns í fram- tíðinni. Reykjavík 27. jan. 1931. Porst. Loftsson. Frá Danmörku. 1. október 1929 áttu Danir 2602 fiskiskip, 5 smálestir eða stærri, 1. október 1930 eru þau 2718. Fiskiskipastóll Dana hefur því aukist töluvert síðastliðið ár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.