Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 12
34 ÆGIR Framtíðarhorfur. Yfir þvi hefur oft verið kvartað að sjó- mannastéttin væri áhugalausum sín hags- munamál og legði lítinn skerf til athug- unar og umræðna um þau málervarða heill og framtiðargengi þessarar stéttar. Því miður er mikið í þvi hæft, að sjó- menn hugsa of lítið um þau mál, er til hagsbóta mættu verða fyrir þenna at- vinnuveg, og notfæra sér lítt þær leið- beiningar er i té eru lálnar i þessum málum. Verður ekki um það deilt, að bændur í sveitum landsins, notfæra sér betur þær leiðbeiningar er þeim eru veittar í ýmsu þvi er að atvinnuveg þeirra lýtur. Að minni hyggju liggja einkum þrjár orsakir til þessa áhugaleysis: í fyrsta lagi að við þenna atvinnuveg — sjó- mennskuna — eru menn ekki eins stað- bundnir sem við aðra atvinnuvegi, og hafa því ekki eins sterkan áhuga fyrir vaxandi velmegun atvinnuvegarins; i öðru lagi vinnur fjöldi sjómanna á veg- um einstakra atvinnurekenda, og dreg- ur það úr áhuga manna, þvi þá vili koma fram samskonar hugsun og hjá leiguliða á sveitajörð, sem hefur óvissan byggingartfma, að hann vill ekki leggja á sig erfiði og útgjöld til að bæta jörð- ina, vegna þess að hann býst við að verða að fara þá og þegar; í þriðja lagi hefur þessi atvinnuvegur fært mönnum á undanl'örnum árum svo mikinn arð í aðra hönd, að þeim hefur ekki fundist þörf á neinum sparnaði eða umbótum á því sviði, allt væri gott og blessað eins og því hefðí verið hagað nú um skeið. t*ví er ekki að neita, að á síðari ár- um hefur skipastóllinn aukizt hröðum skrefum; fleiri og stærri skip, stærri vélar, meiri eyðsla, það hefur verið kjörorð siðari ára. En þess munu menn ekki ganga duldir nú, að framtiðarhorfur þessa atvinnu- vegar eru nokkuð á annan veg, en verið hefur undanfarin ár. Er það hvorttveggja, að sjávarafurðir hafa lækkað mjög á sl. ári, en kaupgjald. viðurværi og annar útgerðarkostnaður staðið í stað. Afþessu leiðir að útlitið er nú alluggvænlegt, og óvist að þeir er við útgerð fást, fái borið þá breytingu, sem hér er á orðin, og hljóti því að leggja árar i bát. En fari svo, að sjávarútvegurinn verði að draga saman seglin, er stór voði fyrir dyrum, fyrst og fremst fyrir þá er við sjóinn búa, og eiga lifsframfærslu sina og sinna undir velgengni þessa atvinnu- vegar, þar næst væri það þjóðarógæfa ef svo færi, þar sem ríkissjóðurinn missti að meira eða minna leyti stærsta tekju- stofn sinn. Er því full ástæða til að lítaíkringum sig, og ihuga, hvað gera megi til að við- halda framtíðargengi þessa atvinnuvegar. Þegar um það er að ræða, að finna ráð til að halda i horfinu með þennau atvinnuveg, verða fyrir manni þrjár spurn- ingar, er allar slcifta miklu máli: 1. Er hægt að auka aflamagnið, án þess að kosta meiru til útgerðarinnar, en verið hefir? 2. Er nokkur von til þess að takast megi að finna nýja eða hagkvæmari markaði fyrir afurðir? 3. Er hægt að spara að einhverju veru- legu leyti útgerðarkostnaðinn, án þess að það rýri aflafenginn? Ég hygg að við íslendingar séum, bvað aflamagn snertir, komnir að hámarkinu, og tel litlar likur til að hægt sé að auka aflamagnið nema með auknum kostnaði; kemur það i sama stað niður, og ber slikt enga viðreisn i skauti sér. Undan-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.