Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 24
46 ÆGIR mestu leyti á afkomu og gengi sjávarút- vegsins, en eins og allir vita, á hann nú af ýmsum orsökum mjög örðugt upp- dráttar. Vér teljum því eins og nú standa sakir, brýna nauðsyn bera til þess, að hafistsé handa um sölu nýs fisks. Þar sem saltfisksframleiðslan er orðin of mikil og of einhæf framleiðsluaðferð og gerir meira en svara til eftirspurnar- innar á þeim mörkuðum, sem vér höf- um yfir að ráða ogeru heldur ekki tryggir vegna gengissveiflna og óeirða, en kom- andi timar hljóta meir og meir að gera kröfur til nýmetis, og sú aðferð bindur miklu minna af fé landsins og einstak- linga i framleiðslunni heldur en hin gamla aðferð. Þá virðist oss þetta vera mikið vel- ferðarmál, en hins vegar mest standa því fyrir þrifum og skjótri úrlausn, skortur á beinum samgöngum til þeirra staða, þar sem fisksins er neytt og markaður víðtækur, þess vegna leggjum við til, að ríkið opni framleiðendum nú þegar að- gang að enskum eða öðrum erlendum markaði með beinum samgöngum, þannig: Að samið verði við innlend eða erlend gufuskipafélög um að halda uppi reglu- bundnum ferðum, eða leigja að minnsta kosti 2 skip, hentug til þessara flulninga. Reykjavik 14. febr. 1931. Þorsteinn Þorsteinsson, Kr. Bergsson, Ól. B. Björnsson. Eftir stuttar umræður voru tillögur nefndarinnar samþvkktar i einu hljóði. Þá var tekið fyrir 4. málið á dagskrá. Fiskirannsóknir. Dr. Bjarni Sæmundsson skýrði i stór- um dráttum frá því, sem unnið hefði verið í þágu fiskirannsókna, frá því að Norðmenn hófu slíkar rannsóknir fyrir 60—70 árum til þessa dags og drap sér- staklega á fiskirannsóknirnar hér við land, sem ræðumaður hafði átt mikinn þátti um hálfan fjórða tug ára. Mag. scient. Árni Friðriksson gerði grein fyrir þvi, hvernig rannsóknunum yrði hagað hér á næstunni, og að hvaða marki væri stefnt, nfl. að fá úrlausnir á þvi, hvernig göngur þorsks og sildar hög- uðu sér hér við land. Fundarstjóri þakkaði þessum ræðu- mönnum áhuga þeirra fyrir rannsóknar- starfinu og upplýsingar þær, sem þeir hefðu gefið fundarmönnum. Forseti félagsins og Árni Friðriksson ræddu nokkuð um samvinnu við Dani um fiskirannsónir hér við land og þátt- töku af hálfu íslands í fundi, sem halda á i Kaupmannahöfn i þessum mánuði, í Kommissionen for Danmarks Fiskeri- og Havundersögelser. Eftir uppástungu fundarstjóra varsam- þykkt svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á stjórn Fiskifé- lagsins að beitast fyrir því, að tekið verði tilboði af hálfu Dana um sam- vinnu i fiskirannsóknum hér við land og fulltrúi fyrir landsins hönd verði látinn mæta á væntanlegum hafrann- sóknarnefndarfundi, sem halda á i K,- höfn 26. þ. m«. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Bá var tekinn fyrir 5. liður dagskrár- innar: Önnur mál sem upp kunna að verða borin. Ingvar Guðjónsson, fulltrúi Fiskideildar Norðlendinga á Akureyri, bar fram svo hljóðandi tillögu : »Þar sem reynzla er fengin fyrir því, að sildarleit með flugvélum hafi ekki komið að tilætluðum notum, skorar fundurinn á Fiskifélag íslands, að hlut- ast til um það, að i hönd farandi Al-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.