Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 27 gengi vel út. Búist var við að fyrirfram- greiðslan myndi lækka síðar ofan i 12 og jafnvel 10 sh. Til þess að finna heild- söluverð ísl. labrans, miðað við cif.verðið, verður með þessu gengi, að bæta við cif.verðið 28 pesetum á pk. (hér i reikn- uð 2°/o léttun). 20 sh. cif.verð á islenzk- um labra samsvarar því 70 peseta heild- söluverði á honum, þegar álagningin er ekki reiknuð meiri en 4°/o, sem innflytj- endum þykir 2—3 pesetum of lág þegar um föst kaup er að ræða og nóg hægl að fá í umboðssölu af þeim egta. Meiri en 5 sh. munur má því ekki vera á cif.verðinu á ísl. labranum og fyrirframgreiðslunni á þeim egta, ef sá isl. á ekki alveg að verða undir í sam- keppninni, ef mikið er til af hvorum íveggju. Þveginn og pressaður islenzkur fiskur er tekinn fram yfir egta labra, ef verðið er hið sama á báðum. Má sá ísl. vera allt að 2 pesetum dýrari en sá egta. í Sevilla og Malaga töldu sumir innflytj- endur hægara að koma út ísl. þvegna °g pressaða fiskinum heldur en islenzka labranum, ef undirvigtin vœri ekki meiri ú þeim þvegna og pressaða heldur en á „ iabranum. Einn stærsti innflytjandinn á þessum tveim stöðum, tók svo djúpt í árina, að hann áleit að hægt væri að selja í Sevilla og Malaga 30000 pk., i Alicante 10000 pk. og i Valenciu 10000 pk.. eða samtals 50000 pk. af ísl. þvegn- um og pressuðum fiski á tímabilinu febr. ~~apríl, ef verðinu á honum væri ekki haldið hærra en á egta labranum og undirvigtin ekki meiri en á ísl. labra og stærð, fiskatala í pakka og flatning væri höfð eins og þessum stöðum hæfði bezt. ^kal ég nú vikja að þessu siðasta atriði. í Sevilla og Malaga vilja menn ein- göngu stóran fisk, sem þykkastan og hvítastan. Fullverkaði fiskurinn má ekki vera smærri en 28—32 fiskar í pakka og væri bezt að altaf væri eitthvað með af 20—24 og helzt líka 15—18 í pk. Verk-. aði stórfiskurinn, sem þangað kemur á sumrin verður að vera fullverkaður, en á vetrum má nokkuð af honum vera 7/« og jafnvel 8A verkaður. Töiuvert verð- ur þó altaf að vera fullverkað. Góð stærð á labra og pressufiski fyrir báða þessa staði er 18—22 þml. ogverð- ur hvorltveggja að vera alflalt. Helzt mega ekkí vera yfir 50 fiskar i pakka og væri á gætt að í sama farmi kæmi meg- inið af þessari stærð og tölu, en nokkuð með maxímura 40 i pakka og 30 í pk. og gæti verðmunurinn á hverri stærð verið 9 pence til 1 sh. á pakka. Eins og kunnugt er, er oft sendur til Madrid stærsti fiskurinn, sem til Sevilla kemur og mun þangað mega senda hann jafn- vel að eins þveginn og pressaðan, himnu- dreginn jafnt sem óhimnudreginn. Mest af labranum (og pressufiskinum) til Aticante á að vera stór (18—22 þml.) og alflattur, þó nokkuð geti líka farið þangað af smáum (14—18 þml.) og útúr- flöttum. Valencia vill ca. helming af hvoru, stórum, alflöttum og smáum, útúrflöttum. Enginn þessara staða vill handlabra, þó þeir séu oft neyddir til þess að taka hann með og helzt vilja þeir ekkí smærri fisk en 14 þml. Þetta á allt að vera hægt að fram- kvæma. Ítalía borgar vel fyrir handlabr- ann og eins þann smærri (12—14 þml.), sem sézt bezt á því að hún borgar hand- labrann venjulega sarna verði og labra nr. 2 og stundum svolítið meir. Eins og kunnugt er vill Italíumarkað- urinn mestmegnis útúrflattan labra (og pressufisk) upp að 18 þml. Sumir staðir vilja þó stærri labra, alflattan. Er þvi ó- hætt að útúrfletja allan þann fisk upp

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.